Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. mars 2024 11:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svekkjandi og pirrandi að sitja á bekknum - „Vill alltaf vera inn á"
Icelandair
Mynd: Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki verið í stóru hlutverki undanfarið hjá Burnley en hann er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu þegar hann snýr til baka eftir landsleikjahléið.


Hann hefur aðeins spilað tvær mínútur í síðustu þremur leikjum en hann kom ekkert við sögu í 2-1 sigri liðsins á Brentford í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið.

Fótbolti.net ræddi við Jóa Berg í gær. Var Kompany bara búinn að velja aðra í liðið?

„Ég spilaði 90 mínútur á móti Palace, svo setti hann mig á bekkinn og hélt mér þar ansi mikið. Auðvitað er það svekkjandi og pirrandi en svona er fótboltinn, maður spilar víst ekki alla leiki," sagði Jóhann Berg.

„Maður verður bara að gera betur og koma sér aftur í liðið. Ég hef alltaf gert það og tel að ég muni gera það. Auðvitað vill maður alltaf vera inn á vellinum en það hefur ekki tekist undanfarnar vikur en við sjáum til hvað gerist þegar ég kem til baka."

Jóhann Berg er að jafna sig af meiðslum og var ekki klár í slaginn þegar Ísland vann Ísrael á dögunum en vonast til að verða klár þegar liðið mætir Úkraínu á þriðjudaginn í úrslitaleik um sæti á EM.


Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 21 6 8 72 50 +22 69
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 8 12 61 58 +3 47
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner