Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Forest áfrýjar fjögurra stiga refsingunni
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest hefur áfrýjað fjögurra stiga frádrætti ensku úrvalsdeildarinnar en þetta staðfesti félagið í dag.

Forest var refsað fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar og voru því fjögur stig dregin af liðinu.

Þetta setti Forest í fallsæti en þetta er annað liðið sem missir stig á tímabilinu á eftir Everton.

Þessi tíðindi koma kannski ekki mikið á óvart þegar litið er til leikmannakaupa Forest undanfarin ár en félagið hefur keypt hvern leikmanninn á fætur öðrum eftir að liðið komst upp í deildina.

Forest hefur ákveðið að áfrýja refsingunni en málið verður tekið fyrir á næstu þremur vikum.

Ef áfrýjunin ber árangur þá mun Forest fá stigin áður en tímabilið er á enda. Forest er nú í 18. sæti með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner