Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Sverrir um öskufljótan Mudryk: Við erum með Guðlaug Victor
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenski fréttamannafundurinn fyrir leikinn gegn Úkraínu fór fram á heimavelli Slask Wroclaw í Póllandi í dag. Úrslitaleikurinn um sæti á EM fer fram á vellinum annað kvöld.

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide og Sverrir Ingi Ingason, sem bar fyrirliðabandið gegn Ísrael á fimmtudag, sátu fyrir svörum.

Sverrir var spurður út í að mæta Mykhailo Mudryk á morgun. Mudryk er snöggur kantmaður sem spilar með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea keypti hann á fúlgur fjár frá Shakhtar Donetsk fyrir rúmu ári síðan.

Hvernig undirbýr maður sig fyrir að mæta svona snöggum leikmönnum?

„Við erum líka með mjög fljótan bakvörð í Guðlaugi Victori. Hann er ekki hægur þegar hann kemst á flug. Mudryk er klárlega frábær leikmaður, mikið af hæfileikum og öskufljótur. Við þurfum að vera vel undirbúnir og ekki gefa honum mikið svæði til að hlaupa í fyrir aftan varnarlínuna. Við viljum ekki lenda í eltingarleik við hann. Við þurfum að vera í flottu 'shape-i'. Við spiluðum við sterka andstæðinga í undankeppninni, gegn Portúgal, og sýndum þar að við gátum varist vel í báðum leikjum. Við þurfum klárlega að ná þannig frammistöðu varnarlega á morgun því við erum að spila við gott lið."

„Síðan þurfum við líka að geta spilað okkar leik sóknarlega. Við erum með mikið af hæfileikaríkum leikmönnum, sérstaklega framarlega á vellinum. Það er mikilvægt fyrir okkur að þora spila okkar leik. Við viljum 'challenge-a' þá aðeins að því að við erum líka með mjög mikið af flottum leikmönnum sem eru að spila á flottu getustigi. Við förum fullir sjálfstraust inn í leikinn, eins og Åge sagði (fyrr á fundinum) þá er þetta bara úrslitaleikur, þú ferð inn í hann til að vinna, það er ekkert annað í boði. Við viljum spila á Evrópumótinu í sumar, sama og þeir. Við erum fullir sjálfstraust að við getum farið út á völl á morgun og náð í þau úrslit sem við þurfum til að koma okkur á EM í sumar,"
sagði Sverrir.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner