Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 27. mars 2024 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham: Mainoo er stórkostlegur leikmaður
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Kobbie Mainoo, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var valinn maður leiksins í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með landsliðinu í gær.

Mainoo, sem er 18 ára gamall, var kallaður inn í hópinn nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Brasilíu um helgina. Þá kom hann inn á sem varamaður en hann fékk að byrja í fyrsta sinn í 2-2 jafnteflinu gegn Belgíu í gær. Og var hann frábær í leiknum.

Jude Bellingham, helsta stjarna enska landsliðsins, hrósaði Mainoo í hástert eftir leikinn en þeir spiluðu saman á miðsvæðinu.

„Kobbie Mainoo er mjög góður," sagði Bellingham eftir leikinn gegn Belgíu.

„Ég veit hversu erfitt það getur verið þegar það er mikið talað um þig og fólk setur mikla pressu á þig, en hann er klárlega stórkostlegur leikmaður. Hann á eftir að eiga stórkostlega framtíð með Manchester United og vonandi með enska landsliðinu líka."

Mainoo, sem er 18 ára gamall, hefur skotist fram á sjónarsviðið á yfirstandandi tímabili og hefur hann verið virkilega góður fyrir Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner