Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Hættir með Osasuna eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Jagoba Arrasate, þjálfari Osasuna á Spáni, staðfesti í dag að þetta yrði hans síðasta tímabil með liðið.

Arrasate tók við Osasuna fyrir sex árum síðan er liðið var í B-deildinni.

Hann kom liðinu upp í efstu deild á fyrsta tímabili sínu þar og hefur tekist að gera liðið mjög samkeppnishæft í La Liga.

Arrasate fór með liðið alla leið í úrslitaleik spænska konungsbikarsins á síðustu leiktíð en þar tapaði liðið naumlega fyrir Real Madrid, 2-1.

Spánverjinn staðfesti á blaðamannafundi í dag að þetta yrði hans síðasta tímabil sem þjálfari Osasuna. Ekki liggur fyrir hver mun taka við af honum.

Liðið er í 12. sæti La Liga með 36 stig þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner