Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 28. mars 2017 19:34
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
Sjáðu markið: Hörður Björgvin með sitt fyrsta landsliðsmark
Icelandair
Marki Harðar fagnað.
Marki Harðar fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland leiðir í hálfleik í vináttulandsleiknum gegn Írlandi í Dublin.

Eina mark fyrri hálfleiks skoraði Hörður Björgvin Magnússon beint úr aukaspyrnu, ansi laglegt mark hjá Herði og skotið óverjandi.

Smelltu hér til að sjá markið á Vísi

Hörður, 24 ára, er að leika sem vinstri bakvörður í leiknum en markið var hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið í 9 leikjum.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Hörður leikur með Bristol City í ensku B-deildinni.

Takist Íslandi að landa sigri verður þetta fyrsti sigur íslenska landsliðsins gegn Írlandi.

Fótbolti.net er í Dublin en í kvöld koma viðtöl við leikmenn og fleira efni tengt leiknum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner