Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höjbjerg ekki sáttur með lítinn spiltíma
Mynd: EPA
Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg er mikilvægur hlekkur í danska landsliðinu og ferðaðist hann til Danmerkur í nýliðnu landsleikjahléi til að spila æfingaleiki með þjóð sinni.

Höjbjerg stóð sig vel í æfingaleikjunum og skoraði mark í 2-0 sigri gegn Færeyjum, en að leikslokum spurðu danskir fréttamenn hann út í lítinn spiltíma með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

„Auðvitað er ég ekki sáttur með svona lítinn spiltíma, það er ekkert leyndarmál, en ég er ekki að láta það hafa mikil áhrif á mig," sagði Höjbjerg við Tipsbladet.

„Ég er að gera mitt besta til að sýna þjálfaranum að hann getur treyst á mig."

Höjbjerg er 28 ára gamall og hefur skorað 8 mörk í 75 landsleikjum.

Juventus, Lyon og Ajax eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Höjbjerg að undanförnu.

Höjbjerg hefur komið við sögu í 30 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner