KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsţáttinn á X-inu. Hefur starfađ sem íţróttafréttamađur á DV, Fréttablađinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
fim 07.apr 2022 22:30
Baráttan um Belgrad er baráttan um Serbíu Einn hatrammasti nágrannaslagur heims milli Rauđa Stjörnunnar og Partizan í Serbíu. Mađur hefur oft hugsađ út í ţađ ađ einn daginn verđi mađur ađ upplifa viđureign ţessara liđa. Sú hugsun mín hefur ágerst allsvakalega eftir gćrdaginn.

Međ ţví ađ elta kvennalandsliđiđ gafst tćkifćri á ađ kíkja á heimaleik hjá Rauđu Stjörnunni, bikarleik gegn TSC Bačka Topola. Bikarinn í Serbíu trekkir ekki jafn mikiđ ađ og deildin og Marakana völlurinn, eins og heimamenn kalla hann, var tómlegur um ađ litast međan leikurinn fór fram.

En fyrir aftan annađ markiđ, ţar sem heitustu stuđningsmenn Rauđu Stjörnunnar halda sig, myndađist góđur og hávćr hópur. Ţađ voru sprengjur, ţađ voru blys, hávćr söngur, klósettpappír var kastađ og slökkviliđsmenn og hermenn í viđbragđsstöđu á ţessum niđurgrafna leikvangi.

Stemningin gaf sterkar vísbendingar um ţađ hvernig andrúmsloftiđ er á Belgradslagnum, ef mađur er sćmilegur í margföldun. Hitinn í leiknum sjálfum var býsna mikill og nćstum hver einasti mađur í starfsliđum beggja liđa fékk ađ líta spjald, gult eđa rautt. Meira »
miđ 06.okt 2021 10:07
Ţjóđin gerir kröfu á sigur ţó ţjálfarinn geri ţađ ekki Ţađ kveđur viđ nýjan tón hjá íslenska landsliđinu og ummćli Arnars Ţórs Viđarssonar á fréttamannafundi í gćr um ađ ţjálfararnir myndu aldrei gera kröfu á sigur hafa falliđ í ansi grýttan jarđveg á samfélagsmiđlum.

„Nei, viđ gerum aldrei kröfu á sigur," sagđi Arnar međal annars á fundinum. Ţađ skal ţó enginn efast um ađ stefnan hjá Arnari sé sett á ađ vinna leikinn gegn Armeníu á föstudag: „Viđ trúum ţví ađ viđ getum tekiđ ţrjú stig út úr nćsta leik og viđ einbeitum okkur ađ ţví núna." Meira »
miđ 09.jún 2021 12:50
Jákvćđur haustverkur fyrir Arnar Vináttulandsleikir hafa í gegnum ár gullkynslóđar Íslands ekki veriđ merkilegur tebolli. Liđiđ hefur skiniđ skćrast ţegar sem mest er undir og í gegnum tíđina hafa flestir ţeir sem fengu tćkifćri í vináttuleikjunum ekki náđ ađ gera tilkall í ađ brjóta sér leiđ inn í liđiđ.

Sú umrćđa var oftast ríkjandi eftir vináttulandsleiki ađ ţeir ţóttu sýna og sanna ađ stađa okkar burđarása vćri óhagganleg. Ţađ varđ óumdeilt hvernig okkar besta liđ vćri skipađ. Meira »
miđ 06.maí 2020 18:44
Kjánalegt ađ bíđa á grćnu ljósi Ţórólfur Guđnason sóttvarnarlćknir og verđandi Fálkaorđuhafi sagđi á fréttamannafundi í dag ađ nćsta skref í afléttun yrđi 25. maí. Frá og međ ţeim degi gefa stjórnvöld grćnt ljós á ađ kappleikir í meistaraflokki fari fram.

Stefnt hefur veriđ á ađ Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er ţá tćpum ţremur vikum eftir ađ deildin gćti í raun og veru hafist.

Til hvers ađ eyđa bestu vikum sumarsins í ađ bíđa eftir ţví ađ mótiđ hefjist ţegar leyfilegt er ađ hefja leik og ţríeykiđ telur ţađ öruggt? Meira »
ţri 14.apr 2020 23:30
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Man Utd 2 - 0 Arsenal Í Covid ástandinu hefur veriđ vinsćlt ađ rifja upp góđar minningar úr fótbolta međ ţví ađ skrifa um leik sem er í uppáhaldi. Í síđustu viku birtist pisill frá Guđmundi Ađalsteini ţar sem hann rifjađi upp leik sem hann gleymir seint. Ég tek nú viđ keflinu. Meira »
sun 29.mar 2020 21:02
Ekki samstíga Fótboltaćfingar flokkast auđvitađ ekki sem eitt af stóru málunum í dag.

En ljóst er ađ íslensk fótboltafélög túlka fyrirmćli ÍSÍ um ćfingabann á mjög misjafnan hátt og ţörf á ađ skerpa á ţeim.

Eftir ađ hafa rćtt viđ fjölmarga stjórnendur félaga og ţjálfara um helgina ţá er greinilegt ađ fólk er ekki samstíga í ţví ađ túlka fyrirmćli um ţađ hvađ sé bannađ og hvađ ekki.

Hvađ telst skipulögđ ćfing? Má hafa ćfingar ţar sem hópnum er skipt í hluta undir stjórn ţjálfara og fjarlćgđar milli einstaklinga gćtt? Má hafa einstaklingsćfingar undir stjórn ţjálfara? Til dćmis markmannsţjálfara? Má láta leikmenn hafa áhöld til ćfinga á gervigrasi? Má hafa gervigrasvelli opna til ćfinga? Meira »
sun 17.nóv 2019 09:25
Skyldusigur í fátćkasta landi Evrópu Í kvöld lýkur keppni í H-riđli undankeppni EM. Ísland á lokaleik í Moldóvu, fátćkasta landi Evrópu. Flestir í íslenska hópnum eru í Moldóvu í fyrsta sinn enda er ţetta ţađ land í álfunni sem fćr fćsta ferđamenn í heimsókn.

Ţegar rölt er um höfuđborgina er fátćktin augljós. Viđhald á mannvirkjum er lítiđ sem ekkert og betlarar algengir. Í vissum hverfum líđur manni eins og mađur hafi fariđ í gegnum tímavél.

Ólgan í stjórnmálunum er mikil en skipt var um forsćtisráđherra deginum áđur en íslenska landsliđiđ flaug hingađ frá Istanbúl. Meira »
mán 11.nóv 2019 08:05
Mun endurtekin uppskrift í Antalya búa til sömu niđurstöđu? Tyrkland og Ísland mćtast á fimmtudaginn í undankeppni EM en leikurinn fer fram á heimavelli Galatasaray í Istanbúl.

Undirbúningur Íslands fer ţó fram á öđrum stađ hér í Tyrklandi, á Belek svćđinu í Antalya sem liggur viđ Miđjarđarhafiđ og er frćgur sumarleyfisstađur. Hér skín sólin, hitinn er um 28 gráđur.

Ţá er hér frábćr íţróttaađstađa, hellingur af ćfingavöllum og flottum hótelum, enda koma hingađ mörg stór evrópsk félög á undirbúningstímabilinu og í vetrarhléum.

Ţá er allt morandi í golfvöllum en um liđna helgi var keppt í Evrópumótaröđinni í golfi hér í Belek. Englendingurinn Tyrrell Hatton stóđ uppi sem sigurvegari á lokadeginum í gćr eftir bráđabana sem spilađur var í flóđlýsingu.

Íslenska liđiđ hefur góđa reynslu af ţessu svćđi. Liđiđ gistir á sama hóteli og ćfir á sama velli og ţađ gerđi í undirbúningi fyrir leikinn gegn Tyrkjum sem var í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Ţá vannst stórkostlegur 3-0 sigur ţar sem Ísland steig stćrsta skrefiđ í átt ađ lokakeppni HM í Rússlandi.

Erfitt er ađ vonast eftir sömu niđurstöđu en Ísland hefur haft góđ tök á tyrkneska liđin í gegnum árin og sigur í Istanbúl gefur okkur veika von um ađ komast á EM í gegnum riđilinn. Flestir búast ţó viđ ađ umspil á nćsta ári verđi raunin. Meira »
ţri 15.okt 2019 11:30
Gleđst yfir ţví ađ hafa haft rangt fyrir mér Ţađ var gaman ađ vera viđstaddur ţá stund á Laugardalsvellinum í gćr ţegar Kolbeinn Sigţórsson jafnađi markamet Eiđs Smára Guđjohnsen međ ţví ađ skora seinna mark Íslands í sigrinum gegn Andorra. Ég viđurkenni ađ ekki eru margir mánuđir síđan ég taldi nćr útilokađ ađ ţessi stund myndi koma. Meira »
mán 07.okt 2019 08:00
Djúp fótboltalćgđ yfir Eystrasaltinu Ţađ er fótboltakrísa hjá Eystrasaltslöndunum. Eistland og Lettland eru bćđi stigalaus á botni sinna riđla í undankeppni EM karla. Litháen er einnig á botninum í sínum riđli, međ ađeins eitt stig.

Vinsćlasta íţróttagrein heims er ekki ađ ná sömu vinsćldum í Eystrasaltinu og hún hefur víđast annarstađar.

Á ferđum mínum um Eistland hefur reynst erfitt ađ finna stađi sem sýna fótboltann í beinni. Sportbarirnir eru gjarnari á ađ sýna skíđaíţróttir og körfubolta.

Fótbolti er heldur ekki međal efstu íţróttagreina á blađinu yfir ţćr vinsćlustu í Lettlandi. Í Litháen er talsverđur fótboltaáhugi en hann snýr ađallega ađ áhorfi á erlendar fótboltadeildir.

Mćtingin á deildakeppnirnar í löndunum er ekki ýkja merkileg og ţar hefur spilling og hagrćđing úrslita, sem hefur veriđ vandamál í ţessum löndum, allt annađ en hjálpađ. Svartur blettur á íţróttinni og fótboltaáhugamenn hafa lítinn áhuga á ađ mćta á leiki ţar sem úrslitin eru ákveđin fyrirfram.

Félagsliđin ná ekki ađ gera sig gildandi í alţjóđlegum mótum og dapur árangur landsliđanna stuđlar alls ekki ađ ţví ađ kveikja áhuga. Meira »