Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
KDA KDA
 
mið 08.apr 2015 12:15 Elvar Geir Magnússon
Fleiri úrslitaleiki takk Hugmyndir sem ég tel að verði að halda á lofti og eru betri því meira sem ég hugsa um þær: Er ekki málið að breyta töfluröð Pepsi-deildarinnar á þann veg að líkurnar á því að fá þýðingarmikla toppbaráttuleiki í lokin verði meiri? Meira »
sun 05.apr 2015 15:00 Andri Júlíusson
Norska deildin byrjar á morgun - Færri íslensk mörk Á morgun hefst keppni í efstu deild Noregs eða Tippeligunni eins og hún heitir og spennan er mikil fyrir komandi tímabili þar sem flestir ef ekki allir nema kannski stuðningsmenn Rosenborg spá meisturunum í Molde sigri. Meira »
mán 30.mar 2015 08:00 Elvar Geir Magnússon
73 dagar - Niðurtalning hafin Það munu miklu færri en vilja komast að á Laugardalsvellinum þann 12. júní þegar Ísland fær Tékkland í heimsókn og fær tækifæri til að hefna ófaranna í Plzen. Allt hráefni er til staðar til að búa til ógleymanlegan dag. Meira »
fim 26.mar 2015 10:30 Elvar Geir Magnússon
Stærsta spurningin hverjir verða frammi? Á laugardaginn verður feiknarlega mikilvægur landsleikur Íslands gegn Kasakstan hér í Astana. Leikur sem Ísland á að taka þrjú stig í ef liðið ætlar sér í lokakeppni EM.

Fyrstu dagar undirbúningsins hafa mikið farið í að rétta tímamismuninn af enda má segja að leikið sé í Asíu. Kasakstan lék undir knattspyrnusambandi Asíu en færði sig í UEFA eftir aldamótin. Meira »
fim 12.mar 2015 09:00 Alexander Freyr Tamimi
Enski boltinn - Sá besti í heimi? Þeir voru ansi margir knattspyrnuáhugamennirnir og sparkspekingarnir sem tættu í sig enska knattspyrnu eftir að Chelsea datt úr leik gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Þó það sé vissulega of snemmt að fullyrða nokkurn skapaðan hlut verður að teljast frekar líklegt að ekki eitt einasta enskt lið muni tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Slíkt verður að teljast mikið áfall fyrir knattspyrnuna þar í landi. Meira »
þri 17.feb 2015 16:30 Aðsendir pistlar
Tognun í aftanverðu læri eða verkur frá baki? Tognun aftan í læri er ekki alltaf tognun aftan í læri. Alltof algengt er að íþróttamaður sem fær verk aftan í læri sé greindur með tognun í vöðva, svo kölluð tognun í Hamstrings vöðva. Það er því miður ekki alltaf rétt greining. Ef um endurtekna verki aftan í læri er um að ræða og verkurinn er stundum neðarlega í lærinu og stundum upp við rasskinn, sem sagt ekki alltaf alveg á sama stað þá er ekki um tognun í vöðva að ræða. Ef að verkurinn í lærinu fer á nokkrum dögum og viðkomandi getur farið að hlaupa eftir viku þá er ekki um tognun að ræða. Stífleiki í vöðvanum sem ekki fer er ekki vegna tognunar í vöðvanum. Öll þessi dæmi er ábending að verkurinn komi frá bakinu. Ég sem sjúkraþjálfari í Gáska hef séð allt of mörg tilfelli um ranglega greindar tognanir aftan í læri. Við einfalda skoðun kemur í ljós að verkurinn í lærinu er frá taugaertingu í baki. Meira »
sun 15.feb 2015 14:10 Gísli Gíslason
Gróskan í knattspyrnunni og verkefnin sem blasa við Um nýliðna helgi var haldið ársþing KSÍ og á föstudag málþing um stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinnar. Á þessum tveimur viðburðum var ýmislegt til umfjöllunar sem vekja má athygli á til viðbótar því sem fjölmiðlar mátu fréttnæmast. Meira »
fim 22.jan 2015 12:20 Elvar Geir Magnússon
Galacticoinn sem á að redda Noregi Nú þegar stutt er í að Martin Ödegaard fari að halda bolta á lofti fyrir framan fjölmiðlafólk og aðdáendur Real Madrid er Noregur á hliðinni. Vonarstjarna norska boltans númer eitt er loksins búin að velja sér félag eftir að hafa ferðast um alla Evrópu og látið dekra við sig hjá stórliðum. Meira »
þri 16.des 2014 09:00 Magnús Valur Böðvarsson
Eddie Howe og Bournemouth Championship deildin er næst efsta deildin á Englandi og þegar tímabilið er að verða hálfnað er lið Bournemouth á toppnum. Hér að neðan er rennt yfir sögu Bournemouth og stjóra þess Eddie Howe sem hefur unnið kraftaverk með liðið. Meira »
mið 03.des 2014 10:00 Óli Stefán Flóventsson
Af hverju er Arsene Wenger minn maður? Ég hef verið Arsenal maður frá því að frændi minn gaf mér Arsenal handklæði 1982 en þá var ég sjö ára gamall. Allar götur síðan hef ég fylgst vel með með liðinu vaxa og dafna. Ég veit t.d eins og flestir Arsenalmenn, nákvæmlega hvað ég var að gera 26.maí 1989 þegar Michael Thomas tryggði Arsenal meistaratitlinn með marki á lokamínútunni á móti Liverpool á Anfield. Meira »
þri 18.nóv 2014 16:45 Þórir Hákonarson
Til hamingju Ísland! Þakkir til Tólfunnar og annarra stuðningsmanna íslenskra landsliða

Leikur A landsliðs karla gegn Tékklandi í Plzen nú nýverið var lokaleikur A landsliða okkar á þessu ári og rétt að gefa því aðeins gaum hvernig til hefur tekist. Ítrekað hefur verið farið yfir árangur landsliða okkar á síðustu misserum og er ætlunin ekki að rifja hann upp, heldur beina sjónum að þeim hluta landsliðanna sem hefur færst verulega í aukana að undanförnu, þ.e. stuðningsmönnum. Meira »
mið 12.nóv 2014 11:55 Aðsendir pistlar
Bréf frá Svíþjóð - Um Guðjón Þórðar Í áranna rás höfum við Íslendingar alltaf haft sterkar skoðanir á þekktu fólki og þær geta tekið skyndilegum breytingum eins og fjölmörg dæmi eru um. Stór hluti þjóðarinnar dáði t.d. Kristján Jóhannsson allt þar hann gerði mistök í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Nú höfum við annað nýlegt dæmi um þessa tilhneigingu þar sem íslenskur fótboltaþjálfari sem náð hefur betri árangri - bæði hér heima og á Englandi - en flestir aðrir íslenskir þjálfarar, hefur fallið í ónáð. Meira »
mið 12.nóv 2014 10:35 Elvar Geir Magnússon
Stóru strákarnir vilja spila við okkur Eins og margoft hefur verið tuggið ofan í þig þá hefur áhuginn á íslenska landsliðinu aldrei verið meiri. Erlendir fjölmiðlamenn hafa flykkst til Íslands og allir vilja fá töfrasvarið við árangri landsliðs okkar fámennu þjóðar. Meira »
þri 11.nóv 2014 15:00 Jóhann Ólafsson
Fíknin mín Það var fallegt sumarkvöld. Ég lá í sófanum og horfði á HM í fótbolta. “Ætlarðu að horfa á alla leikina?” spurði betri helmingurinn. Mér fannst spurningin fáránleg. “Ætlum við ekki að gera neitt saman?” hélt hún áfram. Ég svaraði að hún gæti auðvitað horft á leikinn með mér. Bætti svo við að það væri stutt síðan við gerðum eitthvað saman. Reyndar mundi ég ekki nákvæmlega hvað það var en það er önnur saga. Meira »
þri 04.nóv 2014 08:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Færni ungra knattspyrnumanna Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik. Meira »
fös 24.okt 2014 15:30 Daníel Freyr Jónsson
10 ár liðin síðan pizzunni var kastað Í dag eru 10 ár liðin frá einum frægasta leik sem spilaður hefur verið í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar. Um er að ræða viðureign Manchester United og Arsenal sem fram fór þann 24. október 2004 og allir sem fylgdust með enska boltanum á þeim tíma muna eftir leiknum. Meira »
fös 24.okt 2014 14:00 Atli Jóhannsson
Ósigraðir Íslandsmeistarar og konungar Evrópu Árið 2014 verður lengi í minnum haft í Garðabænum enda ótrúlegur árangur hjá karla og kvennaliði félagsins. Karlaliðið ákvað einfaldlega að tapa ekki leik á tímabilinu í venjulegum leiktíma nema gegn stórliði Internazionale sem segir ýmislegt um styrk og getu liðsins. Með gríðarlegri trú á hverju verkefninu fyrir sig þróuðum við með okkur yfirnáttúrulegan hæfileika sem fólst í því að gefast aldrei upp og margir epískir sigrar réðust á lokamínútunum (Fylkir heima, Fjölnir heima, Fram úti, KR úti, FH úti, Motherwell heima). Sumarið einkenndist þannig af gríðarlegri dramatík og vil ég nota tækifærið og biðja stuðningsmenn Stjörnunnar afsökunar á því að hafa einungis unnið 4 leiki af 15 með meira en einu marki (Siggi dúlla lofar að kaupa 2 hjartastuðtæki á næsta ári). Meira »
fim 23.okt 2014 14:00 Böðvar Böðvarsson
„Þú ert með viðbjóðslega hárgreiðslu fagginn þinn Þegar ég frétti af þeirri ákvörðun að ég ætti að skrifa þennan pistill, færðist yfir mig kvíði og óþægindi. Að hluta til útaf því ég átti eftir að skila úrdrætti úr 250 bls bók sem ég hafði ekki lesið stakt orð í áfanga sem eg er að taka í annað skipti, eða vegna þess að Brynjar Ásgeir Guðmundsson kollegi minn sem átti að hjálpa mér við gerð pistilins sendi mér á facebook að hann væri í Bandaríkjunum hjá foreldrum sínum og væri ekki með tölvu. Flottur strákur hann Brynjar. Meira »
mið 22.okt 2014 14:00 Stefán Logi Magnússon
115 ár just can't get enough Undirbúnings tímabilið var ekkert styttra í ár frekar en áður. Við KR-ingar nýttum okkur þann tíma eftir bestu getu og við náðum að undirbúa okkur vel enda með frábæra umgjörð og fólk sem sér til þess að allt sé í toppmálum hjá okkur. Við fórum til Spánar í æfingaferð á stað sem heitir Campoamor þar sem Kjartan Henry var sjálfskipaður farastjóri enda með svæðið á hreinu en hann leyfði þó Grétari „sjónvarpsstjörnu“ að sjá um leiðsögnina í H&M þar sem hann fór mikinn enda stór fjölskylda sem hann þarf að klæða. Meira »
mán 20.okt 2014 15:00 Halldór Smári Sigurðsson
Lækur gleðitára rennur um Fossvogsdal Seinast þegar ég gerði pistil höfðum við nýlega skítfallið úr efstu deild. Ekki bætti úr skák að fyrir tímabilið hafði minn maður Björn Einarsson, þá formaður knattspyrnudeildar, gefið það út að við yrðum Íslandsmeistarar árið 2014. Við fórum því með skottið á milli lappana niður í 1. deild og kannski var það bara gott á okkur. Það tók okkur tvö tímabil að girða upp um okkur buxurnar. Það gekk ekki nógu vel að hysja þær upp árið 2012 en í september 2013 voru buxurnar komnar á réttan stað, við vorum mættir aftur í deild þeirra bestu og nú átti að ríghalda í buxnastrenginn. Meira »