Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
   sun 22. apríl 2018 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján G: Spurning hvort Valsarar svitni í fyrri
Fleiri útlendingar á leiðinni
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV fékk FH í heimsókn í síðasta æfingaleik liðanna fyrir Íslandsmótið og höfðu Hafnfirðingar betur með tveimur mörkum gegn engu.

„Þetta var fínn leikur hjá báðum liðum, það var smá deildarfílingur í þessu," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Eyjamanna eftir tapið.

Kristján segir margt jákvætt hægt að taka úr leiknum þrátt fyrir tap og er ánægður með frammistöðu sinna manna þegar tók að líða á leikinn.

„Við erum mjög ánægðir með hvernig apríl hefur spilast hjá okkur, æfingaferðin kom vel út. Þetta er öðruvísi undirbúningstímabil heldur en í fyrra þegar við náðum ekki að spila neina leiki. Við þökkum FH-ingum fyrir að hafa komið hingað."

Kristján segist mjög spenntur fyrir komandi sumri enda sjaldan verið jafn mikil spenna og eftirvænting fyrir tímabil í Pepsi-deildinni.

„Þetta gæti orðið jafnari deild og ég held þetta sé bara áframhaldandi styrkleiki í íslenskum fótbolta. Liðin sem er búið að vera að tala niður fyrir sumarið líta ágætlega út og við verðum bara að sjá hvað verður.

„Það er alltaf erfitt að eiga við toppliðin en eins og við sáum núna þá gerðum við marga góða hluti og fengum fullt af opnum og góðum færum."


Kristján telur ríkjandi Íslandsmeistara Vals vera líklegasta til að hampa titlinum í sumar.

„Þeir gera tilkall til þess. Þeir tapa varla leik núna og það er spurning hvort þeir svitni í fyrri hálfleik í leikjunum sínum."

Kristján segir að fleiri útlendingar séu á leið til Vestmannaeyja, enda sé liðið í útlendingakeppni við FH. FH er með níu útlendinga í sínu liði en ÍBV átta.

„Við munum bæta við í þessari viku, það er alveg á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner