Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 06. maí 2024 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Bara mjög sáttir. Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur á móti mjög góðu liði sérstaklega á heimavelli. Gott að snúa þessu svolítið við eftir nokkur svekkjandi úrslit í síðustu leikjum í deildinni. Er bara mjög sáttur með mjög sterk þrjú stig." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Eftir svekkjandi úrslit í síðustu leikjum var kærkomið að landa sterkum sigri á útivelli gegn Breiðablik.

„Bara frábært. Eins og þú segir þá hafa síðustu úrslit í deildinni búin að vera mjög svekkjandi en við höfum fulla trú á því hvað við getum og þegar við spilum vel þá erum við með hörku lið en við verðum bara að vera rólegir og standa saman. Þá gerist kannski eitthvað sérstakt í sumar en þetta eru svona leikirnir sem að við þurfum að vinna ef við ætlum að vera í efstu tveim, þrem sætunum og minnka forskotið sem er búið að myndast núna." 

Þetta var annar leikur Gylfa Þórs í röð þar sem hann náði 90.mínútum og er standið svona hægt og rólega að koma.

„Ég held að standið sé bara svona ágætt. Ég náði ekkert að æfa í vikunni nema í upphitun í gær. Þetta kemur allt og bara frábært að geta spilað og náð 90.mínútum aftur og þannig kemur þetta. Það er nóg af leikjum eftir í sumar og vonandi er þetta allt á uppleið."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner