Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 06. maí 2024 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Skoraði tvö í fyrsta deildarleiknum með Fram
Kvenaboltinn
Alda Ólafsdóttir.
Alda Ólafsdóttir.
Mynd: Toggi Pop
„Mér líður frábærlega. Við fengum klaufalegt mark á okkur í byrjun en náðum að svara hratt og vel fyrir það. Við tókum yfir eftir það," sagði Alda Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

Alda gerði tvö mörk í leiknum en hún skiptir yfir í Fram í vetur eftir að hafa verið ótrúleg með Fjölni í 2. deildinni í fyrra. Þar skoraði hún 33 mörk í 20 leikjum. Hún er núna búin að taka skrefið upp á við og byrjar þar ansi vel.

„Það er alltaf gott að byrja á því að skora strax. Ég er mjög ánægð með það," segir Alda en hún var tekin af velli í seinni hálfleiknum. Var hún pirruð að ná ekki að skora þrennuna?

„Ég vil alltaf spila, en maður tekur því bara."

Hún er mjög ánægð með þá ákvörðun að hafa farið yfir í Fram í vetur.

„Það hafa verið ótrúlega miklar bætingar hjá okkur í vetur. Hópurinn er geggjaður og það er mikil stemning hérna í Fram. Ég er með persónuleg markmið og svo erum við með liðsmarkmið líka sem við ætlum að halda út af fyrir okkur. Við stefnum allavega hátt."

Fram hafnaði tilboði í Öldu áður en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. Keflavík í Bestu deildinni reyndi að fá hana. „Mér finnst það viðurkenning fyrir mig. Það var gaman að fá boðið en það var aldrei spurning fyrir mig að vera áfram hjá Fram. Mér líður mjög vel hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner