Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 08. janúar 2019 12:55
Ívan Guðjón Baldursson
Mathias Pogba: Mourinho var vandamálið
Mynd: Getty Images
Mathias Pogba segir yngri bróðir sinn Paul Pogba vera endurfæddan eftir að Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember.

Pogba hafði ekki verið að standa sig sérstaklega vel undir stjórn Mourinho en um leið og Ole Gunnar Solskjær tók við fóru hlutirnir að gerast.

Pogba sat allan tímann á bekknum er Liverpool lagði Manchester United skömmu áður en Mourinho var rekinn, en hann er búinn að byrja alla deildarleiki Rauðu djöflanna síðan Solskjær tók við.

„Auðvitað voru vandamál á milli þeirra. Ég vil ekki fara ofan í smáatriðin en endurfæðing bróður mins er komin til vegna brottreksturs Mourinho," sagði Mathias.

„Þetta var bara Mourinho, hann var eina vandamálið jafnt innan búningsklefans sem utan hans. Þetta var allt útaf Mourinho. Punktur."

Í fyrsta leik undir stjórn Solskjær lagði Pogba upp tvö mörk í 1-5 sigri gegn Cardiff. Hann skoraði svo tvennu gegn Huddersfield og aðra tvennu gegn Bournemouth, þar sem hann lagði einnig upp mark. Hann átti því stóran þátt í sjö mörkum í fyrstu þremur leikjunum eftir brottrekstur Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner