Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 03. maí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Ég er bara rosalega ánægður með leikinn almennt. Fyrri hálfleikur fannst mér við bara spila þennan Njarðvíkur fótbolta sem við erum að leita að. Mikið með boltann og búum til mikið af færum, búa til pláss útum allt fannst mér." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur fannst mér Leiknir henda leiknum upp í einhverja svona smá vitleysu. Þá meina ég bara að þeir voru að dúndra boltanum fram og fyrir og voru svolítið að ná að þrýsta okkur niður sem mér fannst neikvætt. Við komumst í gegnum þetta og ég er mjög ánægður."

Plan Njarðvíkur var fyrst og fremst að sækja öll þrjú stigin.

„Við vorum bara að koma hingað til að reyna vinna. Halda í boltann og fyrri hálfleikurinn var svolítið eins og það sem við ætluðum að gera. VIð ætluðum bara að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó. Okkur finnst gaman að spila fótbolta."

„Við erum að smíða lið. Fullt af mönnum og fullt af löndum. Ég er að birtast þarna, Dominik birtist í æfingarferðinni og við erum að smíða hægt og rólega. Við verðum betri með tímabilinu." 

Njarðvíkingum er spáð 10.sæti deildarinnar í spánni fyrir mót.

„Ég held að það sé bara útaf því sem ég var að segja. Ég held að það sé ekki einn maður sem hefur talað um þetta eða er að skrifa um þetta viti hvað allir í liðinu okkar heiti. Þannig auðvitað er bara sett okkur neðarlega þá og við lifum bara með því." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner