Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   fös 03. maí 2024 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Kvenaboltinn
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður alveg ótrúlega vel. Þetta var ógeðslega gaman. Ég lenti klukkan sex í morgun," sagði Aníta Dögg Guðmundsdóttir, markvörður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Markvarðarmál Blika voru svolítið til umræðu fyrir leikinn þar sem Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik og gat ekki spilað þennan leik.

Það var óvíst hver yrði í marki Blika þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. Aníta er í háskólaboltanum í Alabama í Bandaríkjunum og átti ekki að koma heim fyrr en á mánudaginn, en hún náði að koma heim fyrr.

„Telma lenti í nefbroti og það var búið að senda á mig hvernig staðan væri með flug. Svo er ég bara komin á klakann. Seinasta lokaprófið var á þriðjudaginn og svo sendi ég bara á kennarana. Það var allt í góðu að ég fengi að fara."

„Þetta reddaðist bara á seinustu stundu. Ég var mjög stressuð þar sem ég fór að sofa beint eftir að ég kom heim og svo vaknaði ég og hugsaði að þetta væri ekki að fara að enda vel. Svo fékk ég mér að borða og var bara góð."

Aníta átti bara góðan leik, eins og allt Blikaliðið.

Hægt er að sjá viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner