Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 03. maí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í 1.umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur á útivelli.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

„Frábært að koma hérna í Breiðholtið sem er mjög erfiður útileikur og vinna, fá þrjú stigin og hvað þá í fyrsta leik. Það gefur oftast extra byr undir báða vængi fyrir framhaldið og gott að ná í þessi þrjú stig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga sáttur í leikslok.

„Við byrjuðum alveg frábærlega og mér fannst þessi leikur vera svolítið bara við áttum fyrri hálfleikinn og þeir svolítið seinni hálfleikinn. Við byrjuðum virkilega vel og við erum búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik og gerðum allt sem að við þurftum að gera og ég hefði viljað skora fleirri mörk en það er eins og það er." 

„Við náðum þessum tveimur mörkum og svo vissum við það í hálfleik að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir í seinni hálfleik fyrsta korterið - tuttugu eins og þetta er oft. Við náðum bara ekki að halda nægilega vel í boltann eins og við erum góðir að gera og þeir ná að pressa okkur." 

„Annaðhvort vorum við bara orðnir of litlir í okkur eða hvernig sem það var en það sem ég er gríðarlega ánægður með er að við stóðum þennan storm af okkur. Við getum ekki bara sótt við getum líka varist og við gerðum það vel fannst mér. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum hér í dag."

Njarðvíkurliðið fær nýliða Dalvíkur í heimsókn í næstu umferð og vill Gunnar Heiðar sjá sem flesta á vellinum.

„Ekki spurning. Það er stemning með körfunni og þeir eru búnir að standa sig hrikalega vel og við viljum svolítið fá stemninguna þaðan líka inn í okkur og Njarðvíkur stuðningsmenn fái stemningu allt árið í kring, hvort sem það sé í körfubolta eða fótbolta." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spllaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner