Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fös 03. maí 2024 22:34
Brynjar Óli Ágústsson
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Lengjudeildin
<b>Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu</b>
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Blendnar tilfinninga, ég hefði að sjálfsögðu vilja vinna leikinn,'' segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding, eftir 1-1 jafntefli gegn Gróttu í 1. umferð Lengjudeildarinnar. 


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grótta

„Frammistaðan var var ekki sú besta hjá okkur, við höfum oft spilað betur en í dag og Grótta er með hörku lið og áttu fínan leik þannig að jafntefli mögulega sanngjör niðurstaða,''

Elmar Cogic átti færi í seinni hálfleik þar sem boltinn endaði í báðar stangirnar og út.

„Auðvitað hefði verið gaman þegar boltinn fór stöngi, stöngin út, ef hann hefði farið réttum megin við línunna en svona er fótbolti. Ég hélt að hann væri inni. Þegar hann fer í fyrri stöngina, þá voru eiginlega allir vissir að hann færi síðan inn og maður var nánast byrjaður að fagna. Maður hefur séð ýmist í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður,''

Afturelding skora mark snemma í leiknum og eiga mörg góð færi til að skora annað mark.

„Við byrjum leikinn frábærlega og komust yfir snemma. Mér fannst við hleypa þeim allt of mikið inn í leikinn eftir það að óþörfu fannst mér. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta,''

Möguleg rangstaða var í jöfnunarmarki Gróttu.

„Við vorum eitthvað að reyna skoða þetta hérna niðri. Ég held að það sé ómögulegt að segja miðavið hvernig myndavélin er staðsett. Ég var fyrsta að hugsa þegar þetta gerðist hann sem gaf fyrir væri rangstæður,''

Afturelding var spáð í efsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum Lengjudeildarinnar.

''Spá er bara spá og hún er samkvæmisleikur fyrir mót, svo gleymist það eftir 2 til 3 umferðir þegar mótið byrjar að spilast,'' segir Magnús Már

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner