De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 03. maí 2024 22:34
Brynjar Óli Ágústsson
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Lengjudeildin
<b>Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu</b>
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Blendnar tilfinninga, ég hefði að sjálfsögðu vilja vinna leikinn,'' segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding, eftir 1-1 jafntefli gegn Gróttu í 1. umferð Lengjudeildarinnar. 


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grótta

„Frammistaðan var var ekki sú besta hjá okkur, við höfum oft spilað betur en í dag og Grótta er með hörku lið og áttu fínan leik þannig að jafntefli mögulega sanngjör niðurstaða,''

Elmar Cogic átti færi í seinni hálfleik þar sem boltinn endaði í báðar stangirnar og út.

„Auðvitað hefði verið gaman þegar boltinn fór stöngi, stöngin út, ef hann hefði farið réttum megin við línunna en svona er fótbolti. Ég hélt að hann væri inni. Þegar hann fer í fyrri stöngina, þá voru eiginlega allir vissir að hann færi síðan inn og maður var nánast byrjaður að fagna. Maður hefur séð ýmist í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður,''

Afturelding skora mark snemma í leiknum og eiga mörg góð færi til að skora annað mark.

„Við byrjum leikinn frábærlega og komust yfir snemma. Mér fannst við hleypa þeim allt of mikið inn í leikinn eftir það að óþörfu fannst mér. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta,''

Möguleg rangstaða var í jöfnunarmarki Gróttu.

„Við vorum eitthvað að reyna skoða þetta hérna niðri. Ég held að það sé ómögulegt að segja miðavið hvernig myndavélin er staðsett. Ég var fyrsta að hugsa þegar þetta gerðist hann sem gaf fyrir væri rangstæður,''

Afturelding var spáð í efsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum Lengjudeildarinnar.

''Spá er bara spá og hún er samkvæmisleikur fyrir mót, svo gleymist það eftir 2 til 3 umferðir þegar mótið byrjar að spilast,'' segir Magnús Már

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner