Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   fös 03. maí 2024 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
Breiðablik á toppnum eftir enn einn 3-0 sigurinn
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel átti að vera í marki Breiðabliks en svo komst Aníta Dögg í flug.
Rakel átti að vera í marki Breiðabliks en svo komst Aníta Dögg í flug.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga en liðið hefur unnið alla sína leiki til þessa 3-0.
Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga en liðið hefur unnið alla sína leiki til þessa 3-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef við höldum áfram að gera það út tímabilið (að vinna 3-0), þá verður þetta allt í góðu," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni. Breiðablik hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa 3-0 og er liðið á toppi deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Þetta var öðruvísi leikur í dag. FH gaf okkur gott vandamál til að leysa með kerfinu sem þær spiluðu. Við urðum að aðlaga okkur að því og við gerðum það vel. Fyrri hálfleikur var skemmtilegur og það hefði getað dottið öðru hvoru megin. Mörk breyta leikjum og við náðum inn fyrsta markinu."

„Við vildum ekki missa leikinn í kaos, en það er það sem FH kann vel við. Það hentar þeim, að þetta sé teiganna á milli og mikið pláss. Við þurftum að reyna að róa þetta niður og þess vegna breyttum við um kerfi undir lok fyrri hálfleiks. Það virkaði vel."

Félag eins og Breiðablik á ekki að vera í þessari stöðu
Markvarðarmál Breiðabliks hafa verið nokkuð til umræðu síðustu daga eftir að Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði í leik gegn Tindastóli á dögunum. Breiðablik var ekki með neinn varamarkvörð til staðar en það var útlit fyrir það þangað til seint í gærkvöldi að Rakel Hönnudóttir, fyrrum landsliðskona, yrði í markinu hjá Blikum í kvöld. Rakel var miðjumaður á sínum ferli og spilaði stundum frammi.

„Þetta hefur verið stressandi," sagði Nik. „Í alvöru talað þá er þetta ekki staða sem við sem félag eigum að vera í. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða hjá okkur og við eigum ekki að vera í þeirri stöðu að þurfa að leita að neyðarmarkverði eða þá að fá inn markvörð frá öðru landi daginn fyrir leik. En Aníta kom inn í dag og stóð sig mjög vel."

Aníta Dögg Guðmundsdóttir er í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún lenti á Íslandi í morgun og spilaði leikinn í kvöld. Hún fór heim fyrr en áætlað var út af meiðslum Telmu.

„Það er ekki nægilega gott fyrir félag eins og okkur að leita að neyðarmarkverði."

Hversu nálægt því var Rakel Hönnudóttir að spila þennan leik?

„Hún átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi. Aníta komst svo í flug og var tilbúin að byrja strax. Það er gott að hafa hana hérna núna og hún þarf líklega að spila næstu leiki líka."

Á toppnum með fullt hús
Það eru bara þrjár umferðir búnar en það er útlit fyrir spennandi titilbaráttu. Breiðablik og Valur eru bæði með fullt hús stiga.

„Þetta hefur verið gott. Fólk setti kannski spurningamerkið við frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjunum og að leikmenn væru að spila í ákveðnum stöðum. Mér fannst leikurinn í dag vera skref fram á við. Þetta er nýtt lið með nýjan þjálfara, nýtt kerfi og ný hlutverk. Þetta mun taka tíma," segir Nik.

„Ég vona að þetta verði spennandi titilbarátta. Ég vil vera í þeirri baráttu. Það eru bara þrír leikir búnir og þú veist aldrei. Við gátum ekki óskað eftir betri byrjun. Núna er það bara næsti leikur."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir