Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fös 03. maí 2024 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Kvenaboltinn
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur heldur betur farið vel af stað í Bestu deildinni í sumar. Hún skoraði tvennu í fyrsta leik Keflavík, skoraði svo eitt gegn Tindastóli og kom svo að öllum þremur mörkunum í sigri gegn FH í kvöld; tvö mörk og þá átti hún stóran þátt í fyrst markinu.

„Ég er gríðarlega ánægð með mína byrjun á tímabilinu og byrjunina hjá liðinu líka. Við erum búnar að standa okkur vel. Við erum að ná inn ró í spilið okkar og mér finnst ganga mjög vel."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Breiðablik hefur unnið fyrstu þrjá leikina alla 3-0 og er liðið á toppi Bestu deildarinnar.

„Þetta er geggjað. Á meðan við höldum hreinu og setjum nokkur mörk, þá erum við sáttar."

Vigdís Lilja hefur þurft að leysa margar stöður á síðustu árum - eins og til dæmis bakvörð - en er núna að fá tækifæri sem fremsti leikmaður Breiðabliks. Það er óhætt að segja að hún sé að nýta það tækifæri.

„Ég spilaði ekki mikið frammi á seinasta ári en mér finnst ég hafa bætt mig mjög mikið í vetur. Nik (Chamberlain) hefur spilað stóran þátt í því. Ég myndi segja að mér líði best fremst á vellinum, þetta var mín upprunalega staða."

Hægt er að sjá viðtalið allt í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner