Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   fös 03. maí 2024 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Kvenaboltinn
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur heldur betur farið vel af stað í Bestu deildinni í sumar. Hún skoraði tvennu í fyrsta leik Keflavík, skoraði svo eitt gegn Tindastóli og kom svo að öllum þremur mörkunum í sigri gegn FH í kvöld; tvö mörk og þá átti hún stóran þátt í fyrst markinu.

„Ég er gríðarlega ánægð með mína byrjun á tímabilinu og byrjunina hjá liðinu líka. Við erum búnar að standa okkur vel. Við erum að ná inn ró í spilið okkar og mér finnst ganga mjög vel."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Breiðablik hefur unnið fyrstu þrjá leikina alla 3-0 og er liðið á toppi Bestu deildarinnar.

„Þetta er geggjað. Á meðan við höldum hreinu og setjum nokkur mörk, þá erum við sáttar."

Vigdís Lilja hefur þurft að leysa margar stöður á síðustu árum - eins og til dæmis bakvörð - en er núna að fá tækifæri sem fremsti leikmaður Breiðabliks. Það er óhætt að segja að hún sé að nýta það tækifæri.

„Ég spilaði ekki mikið frammi á seinasta ári en mér finnst ég hafa bætt mig mjög mikið í vetur. Nik (Chamberlain) hefur spilað stóran þátt í því. Ég myndi segja að mér líði best fremst á vellinum, þetta var mín upprunalega staða."

Hægt er að sjá viðtalið allt í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner