Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
   lau 04. maí 2024 17:22
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 3-2 gegn FH í Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Vestri

„Ég er gríðarlega ósáttur, við gáfum þetta frá okkur í seinni hálfleik. Gríðarlega svekkjandi."

Vestri var yfir í hálfleik 2-1 en fengu á sig mark strax eftir 2 mínútur í seinni hálfleik.

„Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Ég svo sem átta mig ekki alveg á því, við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við vissum alveg að fyrstu 10-15 mínútur í seinni hálfleik yrðu erfiðar og að þeir myndu þrýsta vel upp. Við vissum alveg af því, og við vorum með ákveðnar lausnir sem við ætluðum að nota við því. Það bara gerðist ekki og þetta bara rann okkur úr greipum og engum um að kenna nema okkur sjálfum."

Vestri þurfti að gera tvær breytingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Það eru nú þegar nokkrir á meiðslalistanum hjá þeim og gæti því verið ákveðinn hausverkur fyrir Davíð að fylla í þau skörð.

„Það er bara partur af þessu að menn meiðast, en bara svekkjandi. Þetta er nákvæmlega eins brot eins og við lendum í, í síðasta leik þar sem að sólinn fer óþægilega hátt frá jörðu og sparkað undir sólann. Í þetta skiptið var það ekki spjald einu sinni. Eins og ég segi, þetta er leiðinlegt en þetta er bara partur af þessu. Þetta er ekki gott en Friðrik kemur hérna inn í dag og er frábær, það er stutt í Morten. Við vissum það þegar við komum inn í mót að við þyrftum að vera með stóran hóp og við teljum okkur vera með það. Það kemur bara maður í manns stað í þessu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner