Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 01. júní 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tebas: Barcelona hefur ekki efni á Lewandowski
Mynd: Getty Images

Javier Tebas, umdeildur forseti La Liga á Spáni, segir Barcelona ekki hafa efni á pólska sóknarmanninum Robert Lewandowski án þess að selja leikmann.


Hinn 33 ára gamli Lewandowski er búinn að samþykkja þriggja ára samning við Barcelona en það gengur ekki að losa hann undan samningi hjá FC Bayern, þar sem hann á eitt ár eftir.

Lewandowski hefur opinberlega sagst vilja skipta um félag og gagnrýnt Bayern í fjölmiðlum en stjórnendur Bayern neita að selja markavélina á útsöluverði.

Eins og staðan er í dag þá hefur Barcelona ekki efni á Lewandowski. Þeir þekkja sína eigin fjárhagsstöðu og reglur deildarinnar. Ég veit ekki hvort þeir selji Frenkie eða Pedri eða hvern en þeir vita að þeir þurfa að selja einhvern til að kaupa Lewandowski," sagði Tebas.

„Barca hefur safnað upp skuldum undanfarin ár og þarf að endurfylla forðabúrið. Madrid er búið að fylla sitt forðabúr en það er tómt hjá Barca."


Athugasemdir
banner
banner
banner