Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 01. október 2020 16:29
Magnús Már Einarsson
Sekt og auka bann fyrir að stýra liðinu þegar hann var í banni
Mynd af gervigrasvelli Leiknis þar sem umræddur leikur fór fram.
Mynd af gervigrasvelli Leiknis þar sem umræddur leikur fór fram.
Mynd: Leiknir
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 29. september var tekið fyrir mál vegna skýrslu frá dómara í leik Leiknis/KB og Þórs í B deild 2. flokks karla sem fram fór þann 20. september sl.

Tveir leikmenn Leiknis fengu rauða spjaldið í leiknum en dómari leiksins kallaði til lögreglu eftir leikinn.

Ákvað nefndin, með vísan til ákvæða 36.1. og ákvæða 36.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, að sekta Leikni og KB samanlagt um samtals kr. 100.000 og um leið að úrskurða Leon Einar Pétursson, þjálfara Leiknis/KB í 2. flokki karla, í tveggja leikja bann

Leikbann Leons tekur gildi við uppkvaðningu úrskurðar og bætist við þriggja leikja bann sem Leon var úrskurðaður í á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 22. september sl.

Leon stýrði liði Leiknis í 3-2 tapi gegn Þór þrátt fyrir að hafa átt að taka út leikbann. Nafn Leons var ekki skráð á leikskýrslu en hann fékk rauða spjaldið í leiknum sjálfum.

„Jafnframt er það mat aga- og úrskurðarnefndar að leikskýrsla í leik Leiknis/KB og Þórs í B deild 2. flokks karla hafi vísvitandi verið ranglega fyllt út af hálfu Leiknis/KB. Nafn þjálfara Leiknis/KB, Leon Einar Pétursson, hafi ekki verið skráð á leikskýrslu þrátt fyrir að hann hafi í raun verið í hlutverki þjálfara liðs Leiknis/KB og stýrt liðinu í framangreindum leik," segir í úrskurðinum.

Í samræmi við grein 36.3. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er liði Þórs úrskurðaður 0-3 sigur í leik liðsins gegn Leikni/KB í B deild Íslandsmóts 2. flokks karla þann 20. ágúst. Þór vann leikinn upphaflega 3-2.

Sjá einnig:
Lögregla kölluð til á Leiknisvelli vegna illdeilna og hótana
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner