Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 03. maí 2024 10:25
Elvar Geir Magnússon
Howe: Hann viðurkenndi strax að eiga við vandamál að stríða
Sandro Tonali miðjumaður Newcastle fékk í gær skilorðsbundinn dóm frá enska fótboltasambandinu fyrir brot á veðmálareglum eftir að hann kom í enska boltann.

Tonali er þegar að taka út tíu mánaða bann sem hann var dæmdur í vegna tíma hans í ítalska boltanum. Hann fer ekki í frekara bann nema hann brjóti af sér aftur.

Eddie Howe stjóri Newcastle er ánægður með að dómur enska sambandsins hafi verið skilorðsbundinn.

„Ég tel að þessi ákvörðun sé rétt. Sandro er þegar að leggja hart að sér bak við tjöldin. Hann hefur æft afskaplega vel. Eins og ég hef sagt oft þá erum við enn að veita honum stuðning á meðan hann tekur út bannið," segir Howe.

Tonali byrjaði að taka út bannið í október í fyrra. Hvaða áhrif hefur bannið haft á ítalska landsliðsmanninn?

„Ég sé bara lítinn hluta af lífi hans í gegnum það þegar hann er á æfingasvæðinu. Hann hefur tekið þessu eins og góður atvinnumaður og æft vel. Hann er enn hljóðlátur í hópnum en þannig er hans persónuleiki, það er ekki neikvætt, hann er bara með einbeitingu á fótboltann."

„Ég sé ekki endilega það sem á sér stað undir yfirborðinu. Ég er viss um að hann hafi átt erfiðan tíma en hann hefur borið sig á jákvæðan hátt. Hann hefur verið öflugur á æfingum og æft mikið sjálfur, verið mikið í líkamsræktarsalnum. Hann hefur reynt að nýta tímann á jákvæðan hátt til að bæta ákveðna þætti í leik sínum."

Tonali glímir við veðmálafíkn en hefur verið í meðferð vegna vandans.

„Þegar þetta mál kom upp þá faldi hann ekki neitt og gaf allar upplýsingar. Hann var leiður yfir því sem hann hafði gert, viðurkenndi að eiga við vandamál að stríða og að hann þyrfti hjálp. Það þarf að gefa honum virðingu fyrir það. Það hefur hjálpað honum að skilja þetta eftir og horfa fram veginn," segir Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner