Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 04. mars 2022 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín hætt í fótbolta? - Hún segir það ekki rétt
Elín Metta er stórkostlegur leikmaður.
Elín Metta er stórkostlegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kom í hlaðvarpsþættinum Dr Football í dag að Elín Metta Jensen, sóknarmaður í Íslandsmeistaraliði Vals, væri búinn að leggja skóna á hilluna.

„Það dúkkaði upp maður sem sagði mér að Elín Metta, besti leikmaður Bestu deildarinnar, væri hætt í fótbolta," sagði Hjörvar Hafliðason.

„Fótbolti hefur verið áhugamál hjá henni. Hún ætti að vera löngu farin út í atvinnumennsku. Hún er búin að leggja skóna á hilluna, ákvað þetta fyrir nokkrum dögum," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í þættinum.

Vísir náði tali af Elínu í dag. „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta," sagði þessi öflugi markaskorari, en vildi annars ekki tjá sig meira.

Elín, sem er aðeins nýorðin 27 ára, hefur verið ein sú besta í efstu deild síðustu ár, ef ekki sú besta. Hún hefur alls skorað 185 mörk í 243 leikjum í deild og bikar fyrir Val. Á síðustu leiktíð gerði hún ellefu mörk í 16 leikjum er Valur varð Íslandsmeistari.

Auk þess hefur Elín Metta spilað 58 A-landsleiki og skorað 16 mörk.

Elín var eitthvað að glíma við meiðsli undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs en hún kom við sögu hjá Val í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu í janúar og febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner