Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 07. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vissi að Girona myndi komast í Evrópukeppni eftir að hann sá Savio æfa
Mynd: EPA
Manchester City gekk á dögunum frá samkomulagi við franska félagið Troyes um kaup á brasilíska vængmanninum Savio, en sá hefur verið að gera frábæra hluti á láni hjá Girona á þessu tímabili.

Girona mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og er það mikið til Savio að þakka.

Fá lið hafa átt í roð í hann en alls hefur hann komið að sautján mörkum í La Liga.

„Þegar ég sá Savio á fyrstu æfingunni sagði ég: „Við munum spila í Evrópu á næsta tímabili“. Hann er ótrúlega sérstakur og í raun besti leikmaður sem ég hef þjálfað,“ sagði Michel.

Savio, sem er 20 ára gamall, mun formlega ganga í raðir Man City í sumar og spila undir stjórn Pep Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner