Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 04. október 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur í viðræðum við AGF - Vilja sjá hann fá stærra hlutverk í landsliðinu
Icelandair
Á landsliðsæfingu í september.
Á landsliðsæfingu í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur ósáttur við spjaldið.
Jón Dagur ósáttur við spjaldið.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er í viðræðum um nýjan samning hjá AGF. Núgildandi samningur Jóns rennur út eftir tímabilið.

Jón er á sínu þriðja tímabili hjá AGF en hann kom til félagsins frá Fulham. Hann er uppalinn hjá HK en fór ungur að árum til Fulham og spilaði með unglinga- og varaliði enska félagsins.

Jón Dagur, sem er 22 ára vængmaður, var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Þar var kallað eftir því að hann fengi byrjunarliðssæti í A-landsliðinu. Jón Dagur á að baki tólf A-landsleiki og hefur í þeim skorað eitt mark.

Traust á ungum leikmönnum í landsliðinu var til umræðu. Jón Dagur var tekinn sem dæmi í því samhengi.

„Maður sér ekki alveg hvaða ungu leikmenn það eru sem Arnar Viðarsson treystir," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Arnar er að reyna blóðga ungu strákana en samt líka að reyna vinna leiki, en ég er alveg sammála þér," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Jón Dagur fékk ótrúlega lítið að spila í síðasta glugga. Hann er framtíðin og hann er búinn að vera í þessum hóp nokkuð lengi," sagði Elvar.

„Hann er ekki tólf ára, hann er 22 ára gamall. Hann byrjaði gegn Englandi í Þjóðadeildinni en hefur varla sést síðan. Hann er einn umtalaðasti maðurinn í danska boltanum," sagði Tómas.

„Í stöðunni núna í þessum uppbyggingarfasa sem nú er í gangi á Jón Dagur að vera einn af fyrstu mönnum á blað að mínu mati. Hann er búinn að vera geggjaður í Danmörku, með skemmtilegt 'attitjúd', gerir hluti sem þarf að gera til að vinna fótboltaleiki og er orðin stjarna í dönsku deildinni," sagði Elvar.
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Arnar Grétars og Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner