Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 05. október 2021 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrarnir tæpir fyrir komandi landsleiki
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þeir Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eru tæpir fyrir komandi leiki íslenska landsliðsins.

Andri Fannar hefur glímt við meiðsli að undanförnu en Andri Lucas meiddist með varaliði Real Madrid um helgina. Andri Lucas æfði ekki með landsliðinu í dag en Andra Fannar tók þátt í æfingunni.

„Andri Fannar hefur verið að glíma við meiðsli í nára. Hann er í skoðun hjá sjúkraþjálfurunum okkar. Það mun koma í ljós hversu mikið hann mun geta tekið þátt í þessu verkefni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á Teams-fréttamannafundi í dag.

„Andri Lucas spilaði um helgina, fékk smá högg rétt fyrir ofan hné og það er smá vökvi í hnénu á honum. Miðað við að hann er tiltölulega nýstiginn upp úr erfiðum hnémeiðslum munum við algjörlega setja það í hendurnar á sjúkrateyminu hvort hann verði leikfær fyrir föstudaginn. Það fer eftir þróun næstu daga," sagði Eiður.

„Eins og er í fótbolta, þegar menn eru nýbúnir að spila leiki þá finna menn fyrir eymslum hér og þar en það er ekkert stórvægilegt að halda aftur af mönnum nema þessir tveir sem eru aðeins meira spurningarmerki," sagði Eiður um aðspurður um heilsu annarra leikmanna.

Ísland leikur heimaleiki gegn Armeníu og Liechtensten í undankeppni HM 8. og 11. október.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner