Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 07. desember 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Skagafréttir 
Ísak Bergmann: Rétta skrefið að fara til Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Heimasíða ÍA
Skagamennirnir og frændurnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson voru seldir frá ÍA til Norrköping í Svíþjóð í dag.

Ísak Bergmann er fæddur 2003 og Oliver 2002. Báðir eiga þeir einn meistaraflokksleik að baki með ÍA í Inkasso-deildinni.

Ísak hefur vakið mikla athygli á sér með U17 landsliði Íslands þar sem hann er búinn að gera sjö mörk í sjö leikjum, þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall.

„Ég hef stefnt lengi að því að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Að mínu mati er rétta skrefið að fara til IFK Norrköping," sagði Ísak Bergmann í samtali við Skagafréttir. Hann mun flytja til Svíþjóðar í janúar.

„Mér líst mjög vel á þetta allt saman en ég væri að ljúga ef ég segi ekki frá því að það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Það voru fleiri félög sem höfðu áhuga en að mínu mati var þetta rétti kosturinn fyrir mig á þessum tímapunkti."

Ef þeir komast ekki í aðalliðið hjá Norrköping munu þeir leika með Sylvia, venslaliði Norrköping í 4. deild.

Fjölskylda Olivers mun flytja út með strákunum sem eru systrasynir. Stefán Þórðarson er faðir hans Olivers og þekkir hann vel til hjá Norrköping enda skoraði hann 27 mörk í 87 deildarleikjum fyrir félagið á síðasta áratugi.

Faðir hans Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu.

Með þessum félagaskiptum eru frændurnir að feta í fótspor Arnórs Sigurðssonar sem var einnig fenginn yfir í sænska boltann frá ÍA. Arnór er í dag leikmaður CSKA Moskvu sem keypti hann af Norrköping fyrir metfé.
Athugasemdir
banner
banner