Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 08. ágúst 2019 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gleðifréttir fyrir Aston Villa - McGinn framlengir
Mynd: Getty Images
Það er búið að vera nóg að gera í þessum félagaskiptaglugga hjá Aston Villa. Félagið hefur bætt við sig mörgum leikmönnum, og í dag, á gluggadegi, endurnýjaði félagið samning við einn af sínum sterkustu leikmönnum.

Miðjumaðurinn John McGinn er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning.

Fyrr í þessum glugga var hann orðaður við Manchester United, eins og margir aðrir leikmenn. Sagt var að Sir Alex Ferguson vildi fá McGinn til United, en afi McGinn og Sir Alex eru góðvinir.

McGinn var keyptur til Aston Villa frá Hibernian í Skotlandi í fyrra. Hann átti frábært tímabil í Championship-deildinni og átti stóran þátt í því að Villa komst upp.

Aston Villa hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á útivelli gegn Tottenham á laugardag.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner