Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 09. febrúar 2020 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Raggi: Leikmenn í kvennalandsliðinu sem ég myndi aldrei nokkurn tímann þjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari Keflavíkur í 1. deild karla, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær.

Hann ræddi tímann í Kína þar sem hann þjálfaði kvennalið Jiangsu Suning árið 2017 og svo kínverska kvennalandsliðið 2017-2018.

Siggi Raggi var kvennalandsliðsþjálfari á árunum 2006-2013 ræddi einnig viðskilnaðinn við kvennalandsliðið. Saga Sigga Ragga var athlygisverð og brot af henni má lesa hér að neðan.

„Ýmislegt virðist hafa gengið á, vægast sagt," byrjaði Tómas Þór Þórðarson, annar af þáttastjórnendum þáttarins í gær.

„Stelpurnar skrifa bréfið sem skrifað var um og nú hefur Sara Björk Gunnarsdóttir sett á prent að stelpur í liðinu voru svo öfundsjúkar að þær skálduðu upp samband ykkar á milli," hélt Tómas áfram og Siggi Raggi tók svo við:

„Það var í rauninni bara eitt 'moment' á þessum sjö árum þar sem ég hefði alveg verið til í að stíga frá. Það kom eftir Danmerkur leikinn sem var síðasti leikur fyrir EM2013. Þá hafði mikið gengið á, mikið um meiðsli og margir leikir höfðu tapast."

„Það hafði einn lykilleikmaður beðið um frí þegar liðið átti að koma saman til undirbúnings. Ég var búinn að segja nei, það væri ekki hægt, en þá voru farnar aðrar leiðir á bakvið mig fannst mér. Þetta var leikmaður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Ef einhver hefði sagt við mig að ég þyrfti ekki að fara með liðið á EM hefði ég þakkað fyrir það boð og tekið því og hætt."

„Viðskilnaðurinn var leiðinilegur og auðvitað gengur fullt á, á sjö árum. Það voru leikmenn í liðinu sem mjög erfitt var að þjálfa þó að megninu til hafi það verið frábær upplifun. Maður hefði kosið að viðskilnaðurinn hefði verið betri."

„Ég skammast mín ekki fyrir neitt, ég sé ekki eftir neinu þegar ég geri þessi sjö ár upp. Ég hefði kosið að fara ekki í burtu með óbragð í munni eins og raunin var. Ég hef farið á einn eða tvo kvennalandsleiki síðan ég hætti - það segir kannski svolítið frá því hvernig mér hefur liðið gagnvart viðskilnaðnum."

„Það eru alveg leikmenn í liðinu sem ég myndi aldrei nokkurn tímann þjálfa - það er þannig en auðvitað gengur mikið á í sjö ára samstarfi. 95% af þeim leikmönnum sem ég þjálfaði eru frábærar og ég held með þeim öllum,"
sagði Siggi Raggi.
Siggi Raggi og líflegur tími með landslið Kína og Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner