Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 10. mars 2021 16:20
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi á leið í MLS-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er við það að ganga í raðir New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Fotboll Direkt segir að samkomulag sé nánast í höfn milli New England Revolution og Malmö um kaupverð. Talið er að það verði í kringum þrjár til fjórar milljónir sænskra króna eða á bilinu 45-60 milljóinir íslenskar krónur.

Arnór var fyrst orðaður við New England Revolution í janúar og nú virðist sem félagaskiptin ætli að ganga í gegn

Hinn 27 ára gamli Arnór Ingvi vildi vera í stærra hlutverki hjá Malmö á síðasta tímabili og hann mun nú söðla um.

Bruce Arena, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, er þjálfari New England Revolution en keppni í MLS-deildinni er ekki hafinn á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner