Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
   fös 15. maí 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Birgir: Hjóla á æfingar eða pabbi skutlar
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kolbeinn Birgir Finnsson varð yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi í efstu deild þegar hann kom inná sem varamaður í 1-1 jafnteflisleik gegn Fjölni um síðustu helgi.

Kolbeinn var aðeins 15 ára og 259 daga gamall þegar hann steig inná völlinn.

Kolbeinn heimsótti höfuðstöðvar Fótbolta.net í dag en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

„Það var smá stress fyrst en þetta var ógeðslega gaman. Það var smá fiðringur fyrst en svo fór hann bara," segir Kolbeinn þegar hann er spurður út í hvernig það hafi verið að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Kolbeinn fékk aukaspyrnu en upp úr henni kom mark Fylkis.

„Ég var bara sparkaður niður, gerði ekkert mikið en fékk aukaspyrnuna og við náðum að skora. Það er gaman að fá að spila með mönnum eins og Jóa Kalla og þessum leikmönnum sem eru þarna. Það er gaman að fá að gera það svona snemma."

„Ég er miðjumaður í öðrum flokki en hef verið að spila kant með meistaraflokki. Ég er fínn með boltann og góður að dreifa spilinu," segir Kolbeinn en hans uppáhalds leikmaður er Ronaldinho.

Þá er hann aðdáandi Steven Gerrard þó Arsenal sé hans lið á Englandi.

Kolbeinn fær bílprófið á næsta ári en þangað til hjólar hann eða fær far hjá föður sínum, Finni Kolbeinssyni, sem sjálfur lék um árabil með Fylki.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner