Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 15. september 2018 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári fertugur - Chelsea og Barcelona gerðu myndbönd
Einn sá besti sem klæðst hefur treyju íslenska landsliðsins.
Einn sá besti sem klæðst hefur treyju íslenska landsliðsins.
Mynd: Guðmundur Karl
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur alið, fagnar 40 ára afmæli sínu í dag.

Eiður átti mjög farsælan feril sem fótboltamaður. Hann spilaði með Val og KR hér heima en erlendis var hann á mála hjá 13 liðum á ferli sem entist í meira en 20 ár.

Eiður er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Chelsea og þá vann hann Meistaradeildina með Barcelona. Hann spilaði einnig með Bolton, Tottenham, Stoke og Fulham í Englandi. Hann spilaði með PSV í Hollandi, Mónakó í Frakklandi, AEK í Grikklandi, Cercle og Club Brugge í Belgíu, Shijiazhuang Ever Bright í Kína og Molde í Noregi. Hann var einnig á mála hjá Pune í Indlandi en spilaði ekki leik þar, meiðsli komu í veg fyrir það.

Eiður lagði skóna á hilluna í fyrra en hann hefur að undanförnu starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi.

Í tilefni af afmælisdegi hans fékk hann nokkrar kveðjur á Twitter þar á meðal frá Chelsea og Barcelona. Bæði félög birtu myndbönd með tilþrifum Íslendingsins.

Myndböndin og fleiri kveðjur má sjá hér að neðan. Til hamingju með stórafmælið Eiður Smári!















Athugasemdir
banner
banner