Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 16. ágúst 2017 06:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Alexander-Arnold: Draumur að skora fyrir Liverpool
Alexander-Arnold fagnar marki sínu í gær
Alexander-Arnold fagnar marki sínu í gær
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold átti draumabyrjun í fyrsta Evrópuleik sínum fyrir Liverpool þegar hann skoraði fyrra mark Liverpool í 2-1 sigri á Hoffenheim í gærkvöldi. Markið skoraði hann úr frábærri aukaspyrnu og fékk hann meira að segja hrós frá Steven Gerrard fyrir spyrnuna.

Alexander-Arnold var í skýjunum bæði með sigurinn og markið eftir leikinn í gær en var þó örlítið svekktur með að Hoffenheim tókst að lauma inn marki undir lok leiks.

„Það er draumur að spila þinn fyrsta Evrópuleik fyrir uppeldisfélagið þitt og skora mark í honum líka var mjög sérstakt fyrir mig," sagði hann í viðtali við BT Sport eftir leikinn í gær.

„Það sem skipti samt mestu máli var að við unnum leikinn. Við erum þó örlítið svekktir með að hafa fengið þetta mark á okkur í lokinn en það er þó alltaf gott að fara með sigur héðan fyrir seinni leikinn á Anfield."
Athugasemdir
banner
banner
banner