Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 17. desember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarki Már í áhugaverðu viðtali - Snjór og vindur kennir þér lexíu
Heimir Hallgrímsson og Bjarki Már.
Heimir Hallgrímsson og Bjarki Már.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bjarki á æfingasvæðinu í Katar.
Bjarki á æfingasvæðinu í Katar.
Mynd: Al Arabi - Twitter
Bjarki Már Ólafsson, einn efnilegasti fótboltaþjálfari Íslands, svaraði nokkrum spurningum í samtali við vefsíðuna Men On The Posts.

Bjarki Már starfar sem aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar og hefur gert frá því að Heimir tók við í desember 2018. Bjarki Már sér ekki einungis um þjálfun heldur einnig um gagnagreiningu.

Hann var spurður að því hvort hann tæki snjóinn fram yfir eyðimörkina.

„Bæði Ísland og Katar hafa sína kosti og galla. Það sem ég elskaði við Ísland var hvað reynslan var hrá. Að moka snjónum af vellinum um vetur bara til þess að ná einni æfingu áður en það snjóaði aftur... það gerir fótbolta sérstakan því á sama hvað stigi þú ert, þá ertu stanslaust að vinna bara til að spila leikinn sem þú elskar," segir Bjarki Már.

„Í Katar eru aðstæðurnar eins góðar og þær verða. Þú þarft alla vega ekki að mæta og moka völlinn. Ég sakna þess samt að moka, köldu morgnanna og að undirbúa fótboltaæfingar við erfiðar aðstæður."

Bjarki Már segir að það sé mikill munur á því að starfa sem þjálfari í Katar og á Íslandi þar sem að á Íslandi þarf þjálfari að gera allt mögulegt, en í Katar getur þjálfari einbeitt sér að einhverju sérstöku.

Bjarki telur að snjórinn á Íslandi geti gert Íslendingum mjög gott inn á fótboltavellinum.

„Í Katar er fullkomið veður og fullkomnir vellir, en það er þá auðvelt að missa af lexíunni sem snjór og vindur kennir þér; að setja höfuðið niður og leggja á þig vinnu, allan ársins hring."

Með því að smella hérna má lesa þetta áhugaverða viðtal við Bjarka Má þar sem hann ræðir muninn á milli Íslands og Katar.
Athugasemdir
banner
banner