Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. apríl 2024 18:56
Elvar Geir Magnússon
Mjólkurbikarinn: Lennon og Atli í liðsstjórn þegar ÍH fór áfram
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH 4 - 2 Hafnir
1-0 Brynjar Jónasson (2')
2-0 Brynjar Jónasson (12')
2-1 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (17')
3-1 Dagur Óli Grétarsson (12')
4-1 Gísli Þröstur Kristjánsson (44')
4-2 Bergsveinn Andri Halldórsson (87')

3. deildarliðið ÍH verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið vann Hafnir, sem leikur í 5. deild, 4-2 í Skessunni í dag.

ÍH var komið í 2-0 eftir tólf mínútna leik, Hafnir minnkuðu muninn en Hafnarfjarðarliðið skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik náðu Hafnir að minnka muninn en komust ekki lengra.

Ekki var sannleikur í þeirri tilkynningu Jóns Páls Pálmasonar þjálfara ÍH að FH goðsagnirnar Steven Lennon og Atli Guðnason myndu spila í leiknum. Hvorugur þeirra fékk félagaskipti fyrir leikinn en þeir voru hinsvegar báðir skráðir sem aðstoðarþjálfarar á skýrslu.

Aðeins einn leikur er eftir í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, Keflavík og Breiðablik mætast í leik sem hefst klukkan 19:15.

Sjáðu mörkin:

Athugasemdir
banner
banner
banner