Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
16-liða úrslit: Stórleikur í Garðabæ og Gylfi fer í Mosó
Stjarnan mætir KR.
Stjarnan mætir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi fer í Mosó.
Gylfi fer í Mosó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.

Það eru þrír Bestu deildar slagir og eru þeir mjög svo áhugaverðir. KA tekur á móti Vestra og hugsa KA-menn þar örugglega um að hefna sín eftir tap í deildinni á dögunum. Stjarnan tekur á móti KR og hefur þar harma að hefna líkt og KA eftir tap í deildarleik gegn KR fyrir stuttu.

Fylkir tekur þá á móti HK en þessum tveimur liðum var spáð falli fyrir tímabilið úr Bestu deildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Val fara í Mosfellsbæ og þá spilar ÍH úr 3. deild við Fram.

16-liða úrslitin:
Fram - ÍH
Keflavík - ÍA
KA - Vestri
Fylkir - HK
Stjarnan - KR
Afturelding - Valur
Fjölnir - Þór
Grindavík - Víkingur R.

16-liða úrslit Mjólkurbikars karla verða leikin 16. og 17. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner