Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 29. janúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Eiríksdóttir
Arna Eiríksdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rut Bjarnadóttir
Andrea Rut Bjarnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jana Sól er kantmaður sem lék sína fyrstu deildarleiki með Stjörnunni tímabilið 2018. Hún hefur misst úr vegna meiðsla en á alls 21 leik að baki í efstu deild. Í þeim hefur Jana skorað þrjú mörk.

Hún á að baki níu unglingalandsleiki og þrjú mörk í þeim leikjum. Á dögunum var Jana valin í æfingahóp fyrir U19 landslið kvenna. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Jana Sól Valdimarsdóttir

Gælunafn: Kristján þjálfari kallar mig stundum jansó.

Aldur: 17 að verða 18 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Minnir að fyrsti Pepsi leikurinn hafi verið í maí 2018.

Uppáhalds drykkur: Ice Soda Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Elska góða sushi staði

Hvernig bíl áttu: Benz

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl

Uppáhalds tónlistarmaður: Erfitt að velja, örugglega Summer Walker, Gunna og Lil Durk.

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki á hlaðvörp

Fyndnasti Íslendingurinn: Alltaf Auddi, Gillz og Steindi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, hockey pulver og tvöfalda lúxusdýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hver er staðan eila, frá Anítu Ýr að hafa áhyggjur af mér eins og alltaf

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Held ég verði að segja FH

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Elín Metta

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Eiður Ben og Bára Kristbjörg

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Arna Eiríksdóttir er erfið

Sætasti sigurinn: Vinna FH og verða íslandsmeistarar í 2.fl í fyrra

Mestu vonbrigðin: Að vera allaf meidd:(

Uppáhalds lið í enska: Held ég verði að segja Liverpool, pabbi myndi annars kasta mér út

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Andreu Rut Bjarnadóttur eða Auði Scheving

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Margir sætir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Systurnar Thelma Lóa og Ída Marín

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Gef lillunni þetta, Snædís María Jörundsdóttir.

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðabærinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að tapa leik á Reycup á móti Keflavík, þurftum að vinna og þær svoleiðis búnar að pakka öllum í vörn. Við náðum svo loksins að jafna og ég hleyp í markið og ætla að ná í boltann. Þær byrja þá með einhverja stæla og taka boltann upp. Ég byrja að öskra á hana sem var með boltann og ýti henni í netið, svo blandar Aníta sér í þetta og það byrjar bara léttur slagur. Aldrei spilað jafn pirrandi leik og þennan.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Var með margar þegar ég var lítil en eiginlega ekki lengur.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Finnst gaman að fylgjast með frjálsum og körfu.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Gufa upp í öllu sem tengist stærfræði

Vandræðalegasta augnablik: Alltaf að lenda í eitthverju óþægnilegu, en man eftir einu sem gerðist í fyrrasumar. Var á fótboltaleik með vinkonu minni og ætlaði að klípa í rassinn á henni og kleip í rassinn á ókunnugri konu.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hildigunni Ýr Benediktsdóttur, Anítu Ýr Þorvaldsdóttur og stóru frænku Birtu Georgsdóttur til að passa upp á að of mikið rugl fari ekki fram. Myndum samt aldrei komast af eyjunni en það er bara eins og það er.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Get ekki borðað bráðinn ost

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Örugglega bara stelpurnar sem ég kynntist í landsliðinu. Vön að finnast sumar óþolandi svo eru þær bara allar mjög næs.

Hverju laugstu síðast: Klukkan hvað ég kom heim

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa test, ekkert jafn leiðinlegt og stressandi.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Hudson-Odoi hvort hann kæmi ekki með mér út að borða.
Athugasemdir
banner
banner