Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 29. september 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir betur söguna um kærustuna og Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Gary Martin, leikmaður ÍBV, segir að sagan um það hvers vegna hann fór ekki í KA hafi verið vitlaust þýdd.

Í frétt Vísi var haft eftir Martin að það hefði ekki hentað honum að fara á Akureyri þar sem kærasta hans væri væntanleg frá Englandi. Hann gæti ekki boðið kærustunni upp á frekari ferðalag eftir flug og rútu til Reykjavíkur.

„Þetta var vitlaust þýdd saga. Vandamálið var að þetta var tveimur dögum áður en glugginn lokaði og kærastan mín að var að koma í vikunni á eftir í fjóra daga," sagði í Gary í Innkastinu í gær.

„Ég vildi ekki að hún færi frá Darlington til Manchester, það er tveggja tíma lestarferðalag, fljúga til Reykjavíkur, taka rútu frá flugvellinum og fljúga til Akureyrar. Hún var bara að koma í fjóra daga, ekki í tíu daga. Ef hún hefði verið að koma í tíu daga, þá hefði þetta ekki verið neitt vandamál."

„Það var ekki vegna þess að hún vildi ekki ferðast. Það var enginn fyrirvari og ég vildi ekki að hún myndi ferðast í tvo daga til þess að vera bara í tvo daga á Íslandi."

Það var ástæðan fyrir því að hann fór ekki í KA áður en glugginn lokaði. Það var svo önnur ástæða fyrir því að hann fór ekki til Akureyrar í júlí.

„Ég hefði farið í júlí ef tilboðið hefði verið ásættanlegt, en það var ekki þannig. Ég fékk ekki sama tilboð í júlí."
Innkastið - Gestagangur í hátíðarútgáfu
Athugasemdir
banner
banner
banner