Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 05. október 2012 13:07
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða AGF 
Aron Jóhannsson framlengir við AGF
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við danska félagið AGF til ársins 2015.

Aron hefur farið á kostum í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og skorað ellefu mörk en þar á meðal hefur hann skorað tíu mörk í síðustu fimm leikjum.

Í vikunni var Aron valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta skipti fyrir komandi leiki gegn Albaníu og Sviss.

Samningur Arons við AGF átti að renna út á næsta ári en þrátt fyrir að önnur félög hafi sýnt áhuga ákvað hann að framlengja við danska félagið.

,,Ég er ekki í vafa um að það er best fyrir mig að vera áfram hjá AGF," sagði Aron.

,,Þetta er það sem ég hef óskað eftir allan tímann og ég er virkilega ánægður með að við höfum komist að samkomulagi."
Athugasemdir
banner
banner