Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 16. maí 2014 16:53
Magnús Már Einarsson
Sinisa Kekic leggur skóna á hilluna
Sinisa Valdimar Kekic.
Sinisa Valdimar Kekic.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Kekic í leik með Grindavík fyrir mörgum árum.
Kekic í leik með Grindavík fyrir mörgum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Sinisa Valdimar Kekic hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 44 ára að aldri. Kekic er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað á Íslandi en hann fékk íslenskan ríkisborararétt fyrir tíu árum síðar.

Kekic lék í áraraðir með Grindavík en hann var einnig á mála hjá Þrótti, Víkingi, HK og Reyni Sandgerði á ferlinum. Undanfarin þrjú ár hefur hann síðan spilað með Sindra á Höfn í Hornafirði.

,,Í fyrra voru alltaf einhver meiðsli af og til og það er best að hætta. Ég mætti ekki einu sinni á æfingar eftir síðasta tímabil," sagði Kekic við Fótbolta.net í dag.

Kekic gat leyst allar stöður á vellinum en hann lék í sókn, miðju og vörn. Hann er sáttur eftir ferilinn.

,,Þetta var rosalega gaman. Ég er búinn að eignast marga vini og spila nokkra stóra leiki. Stundum hefur maður grátið yfir sigri og stundum yfir tapi. Fótbolti hefur verið lífið mitt en núna er ég hættur. Punktur."

Kekic býr ennþá á Höfn í Hornafirði og fylgist vel með liði Sindra. Hann stefnir síðan á þjálfun í framtíðinni.

,,Ég ætla að reyna að klára þjálfaranámskeið og sjá til hvað gerist eftir það. Ég er kominn með UEFA B og má þjálfa í 2. deild en ég ætla að fara alla leið og klára námskeiðin til að sjá hvort ég sé góður þjálfari eða ekki."

Reykingarnar trufluðu ekki
Ólíkt langflestum fótboltamönnum í heiminum þá reykti Kekic mikið á meðan á ferlinum stóð. Hann segir það ekki hafa haft áhrif á sig.

,,Það truflaði mig aldrei. Ég byrjaði að reykja þegar ég var 17 ára gamall og prófaði nokkrum sinnum að hætta með því að nota nikótín plástra en það gerði ekkert fyrir mig."

,,Fyrir mig virka kannski Marlboro sígarettur, ég veit það ekki, Líkaminn minn þarf kannski á þessu að halda," sagði Kekic hlæjandi að lokum um sígaretturnar.
Athugasemdir
banner