Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   þri 29. júlí 2014 23:26
Mist Rúnarsdóttir
Kristín Ýr: Búin að plana að skora
Kristín Ýr var hetja Vals í kvöld
Kristín Ýr var hetja Vals í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristín Ýr Bjarnadóttir átti svokalla draumainnkomu í lið Vals þegar hún tryggði Valskonum 2-1 sigur á Aftureldingu í uppbótartíma. Kristín Ýr hefur verið að glíma við þrálát meiðsli og var að koma inn á í sínum fyrsta mótsleik á árinu. Hún var skiljanlega alsæl þegar Fótbolti.net náði tali af henni eftir leik.

„Þetta var allavegana mjög ljúft,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði nánast í sinni fyrstu snertingu.

„Ég held reyndar að þær hafi verið aðeins fleiri en ein en þetta er svona. Ég vissi bara að Hallbera myndi gefa á mig í horninu. Við vorum búnar að eiga þarna gott augnsamband rétt fyrir hornið. Svona vinnum við vel saman vinkonurnar.“

Var það planað að Kristín Ýr myndi koma inná í lokin ef Valur fengi hornspyrnu?

„Ég var bara búin að plana að skora þegar ég kæmi inná. Það var það eina sem var planað.“

Eins og áður segir var Kristín Ýr að koma inná í sínum fyrsta leik á árinu en ýmiskonar meiðsli hafa haldið henni utan vallar. Hún segist vongóð um að hún geti leikið með Val út tímabilið.

„Ég er bara komin aftur. Vona ég. All in. Þetta er búið að vera svolítið langdregið. Brjóskskemmdir og liðþófavesen og svona. Smá vökvavesen á mér en ég er svo heppin að vera með Björn Zoega á kantinum sem tappar af mér reglulega. Ég er allavega eins tilbúin og ég get verið.“

Hún var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn í dag. Nægja henni kannski bara 5 mínútur í leik?

„Ef að þjálfarinn myndi heyra í mér núna þá myndi ég helst vilja fá 90 sko. Þá myndi ég örugglega bara skora fleiri ef ég fengi fleiri tækifæri en svo getur maður klúðrað líka. Fótboltinn er svo mikið genalottó sko.“

„Ég er allavegana komin í stand í hausnum.. Þór er að reyna að gefa mér einhverjar vísbendingar. Ég var að vona að hann væri að segja mér að ég væri klár“,
sagði Kristín Ýr en þjálfari hennar Þór Hinriksson reyndi að koma til hennar einhverjum skilaboðum á meðan viðtalinu stóð.

„Ég er allavegana í góðu standi í hausnum. Kannski hefur maður verið fljótari í fyrstu skrefunum en hugurinn hefur nú fleytt mér langt hingað til, kannski frekar en einhver mega fótboltageta og jú, jú. Ég er klár í slaginn.“

Leikur Vals hefur verið afar sveiflukenndur í sumar en Kristín Ýr er mjög bjartsýn á framhaldið og telur að Valsliðið geti unnið þá leiki sem eftir eru.

„Svona rúllum við í Val. Við erum soddan jójó-stelpur, ha? Það leggst bara rosalega vel í mig. Nú held ég að við vinnum bara rest. Þannig líður mér allavegana í hjartanu. Ég hef rosalega mikla trú á okkur og ég veit að það er rosalega mikil trú í liðinu á að við vinnum bara rest. Útaf því að við erum Valur og við erum bestar.“
Athugasemdir
banner
banner
banner