Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mið 13. desember 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er Amanda Staveley?
Amanda Staveley gæti orðið næsti eigandi Newcastle.
Amanda Staveley gæti orðið næsti eigandi Newcastle.
Mynd: Getty Images
Staveley hefur sést í stúkunni á leikjum Newcastle.
Staveley hefur sést í stúkunni á leikjum Newcastle.
Mynd: Getty Images
Milljarðamæringurinn Sheikh Mansour bin Zayed al-Nahyan á Manchester City. Hann fékk hjálp frá Staveley við kaupin á sínum tíma.
Milljarðamæringurinn Sheikh Mansour bin Zayed al-Nahyan á Manchester City. Hann fékk hjálp frá Staveley við kaupin á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Í dag hefur verið greint frá því að Amanda Staveley sé að kaupa enska fótboltaliðið Newcastle.

Mike Ashley núverandi eigandi Newcastle er á barmi þess að selja félagið fyrir rúmlega 300 milljónir punda.

Staveley hefur verið í viðræðum við Ashely undanfarna mánuði en enskir miðlar segja það í dag að salan gæti gengið í gegn fyrir vikulok.

Stuðningsmenn Newcastle fagna þessum fréttum þar sem Ashley er ekki vinsæll á meðal þeirra. Hann hefur verið sakaður um að taka furðulega ákvarðanir og leggja ekki nægilega mikið inn í félagið.

En hver er Amanda og hvers vegna er hún að reyna að kaupa Newcastle? Hér er stutt umfjöllun um hana.

Hver er Amanda Staveley?
Amanda Staveley er bresk viðskiptakona. Hún er í augnablikinu háttsett hjá PCP Capital Partners, sem er fjárfestingafyrirtæki.

Hún er fædd í Jórvíkurskíri (e. Yorkshire) þann 11. apríl árið 1973 (44 ára gömul). Hún öðlaðist menntun í Queen Margaret's School áður en hún gekk í St Catharine's háskólann í Cambridge þar sem hún lærði nútímatungumál. Hún tók að sér ýmis störf á meðan hún var í háskóla, meðal annars sem fyrirsæta. Hún náði ekki að klára gráðuna sína, en hún hætti í skólanum á tímabili eftir að afi hennar lést.

Eftir að hafa jafnað sig hóf hún aftur nám, en eftir að hafa lokið námi tók hún mjög stóra ákvörðun. Hún keypti veitingastað; hún tók 180 þúsund punda lán og opnaði veitingastað í Bottisham, litlum bæ um 10 kílómetrum frá Cambridge.

Hún hafði enga reynslu í því að reka veitingastað en það gekk vel hjá henni. Hún vann eins og skeppna til að halda veitingastaðnum gangandi, vaknaði ávallt klukkan fjögur á morgnana til að undirbúa daginn til þess að geta farið sátt að sofa næsta kvöld.

Í gegnum veitingastaðinn kynntist hún viðskiptafólki sem hafði starfað í Mið-Austurlöndum og það fólk hafði áhrif á hana. Hún fór að hafa meiri áhuga á viðskiptum og ákvað að demba sér á hlutabréfamarkaðinn.

Í kringum árið 2000 lokaði hún veitingastaðnum og fór að einbeita sér að öðrum og stærri hlutum. Hún hóf síðar störf hjá PCP Capital Partners þar sem hún er enn í dag.

Árið 2000 var hún valin "Viðskiptakona ársins" í Bretlandi.

Einkalíf
Staveley er gift Írananum Mehrdad Ghodoussi. Þau kynntust í gegnum vinnu. Þau eiga saman eitt barn. Amanda er búsett í Dúbaí en hefur einnig aðsetur í Lundúnum.

Fótbolti
Hún á ekki fótboltalið en hefur í gegnum tíðina verið tengd kaupum á fótboltaliðum á Englandi.

Eitt sinn var henni lýst sem „valdamestu konu bresks fótbolta" af Daily Telegraph. Það var stuttu eftir að hún aðstoðaði Sheikh Mansour við kaup á Manchester City. Sú yfirtaka gerði Manchester City að einu ríkasta knattspynufélagi heims.

Hún hefur oftar en einu sinni reynt að kaupa Liverpool, síðast á síðasta ári. Hún fór þá fyrir tilboði í félagið sem var að lokum hafnað af núverandi eiganda, Fenway Sports Group.

Staveley hefur mætt á nokkra leiki Newcastle að undanförnu og ljóst er að hún er mjög áhugasöm um félagið.

Eins og áður segir gæti hún orðið nýr eigandi Newcastle á næstu dögum og ríkir mikil ánægja á meðal stuðningsmanna með það. Amanda ku vera með sterkan hóp fjárfesta á bak við sig.

Rafa Benítez, stjóri Newcastle, vill að málin skýrist sem fyrst svo hann geti farið að vinna að leikmannakaupum þegar janúarglugginn opnar. Newcastle er í fallbaráttu í úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum.

Smelltu hér til að lesa nánar um Amöndu og kaup hennar á Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner