Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 13. maí 2005 07:54
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 2. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá KR 2. sæti í efstu deild karla 2005.  Ellefu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  KR fékk 96 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Aðalsteinn Víglundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Bjarni Jóhannsson,  Guðmundur Hreiðarsson, Hörður Magnússon, Logi Ólafsson, Njáll Eiðsson, Pétur Pétursson, Samúel Örn Erlingsson, Sigurður Jónsson og Víðir Sigurðsson.



Hvað segir Sigurður?
Sigurður Jónsson þjálfari Víkinga er sérstakur álitsgjafi okkar um efstu deild karla. Sigurður hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og hefur gríðarmikla þekkingu á íslenska boltanum.

Um liðið 
KR eru komnir með nýjan þjálfara, nýjar áherslur og þeir verða auðvitað feykiöflugir í sumar. Það er auðvitað bara stórslys ef þeir eru ekki að berjast um 1. sætið í deildinni. Þeir hafa stjörnum prýtt lið og þeir virðast allir hafa verið að æfa vel í vetur. Kannskí ólíkt því sem hefur verið í gangi undanfarin ár þegar þeir hafa verið í basli en það er breyting á því.

Þeir eru búnir að fá til sín leikmenn eins og Bjarnólf og Tryggva og auðvitað Grétar. Með Garðar heilan, Grétar og Tvíburana í standi þá verða þeir hættulegir. Þeir eru með mjög mikið af einstaklingum sem geta einfaldlega klárað leiki en það er spurning hvort hann nái að finna réttu blönduna í varnarleiknum. Þeir fengu þarna vinstri bakvörð frá Hondúras en mestu skiptir að þeir hafa marga leikmenn sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur.

Þeir hafa jafnvægi í allan pakkann. Þeir eru með mjög góðan og reynslumikinn markmann. Hann lítur nú ágætlega út Færeyingurinn og þeir virðast vera í mjög góðu líkamlegu formi.

Síðan er Bjarnólfur djúpur og Venni mikið í að skapa og búa til og svo er spurning um hraðann á vængjunum. Síðan eru þer með eðal blönduna frammi, einn stóran og sterkan í loftinu og gríðarlega tækni og hraða í hinum, Grétari. Þeir eru auðvitað líkt og FH með frábæran mannskap og það væri stórslys ef þessi lið væru ekki í baráttunni um titilinn. Það er mjög erfitt að keppa við þessi lið, þau geta fengið til sín leikmenn eins og Grétar þar sem þú ert öruggur með að fá 10-15 mörk frá honum í deildinni. Þegar hann er í góðu liði eins og KR þá eykur það bara líkurnar á því að hann skori, ég held að hann hafi aldrei verið undir 10 og hann kemur til með að vera í 10 og yfir núna. Svo eru þeir auðvitað með Arnar og ef hann er heill þá verður það sterkt en aðal málið er kannski hvernig þeim tekst að halda öllum leikmönnunum ánægðum. Þetta eru auðvitað allt leikmenn sem vilja vera í 11 manna liðinu, þegar þú ert með þetta mikla breidd og allir eru ánægðir að þá getur verið erfitt að halda öllum ánægðum.

Spennandi að fylgjast með
Það verður gaman að sjá hvernig Grétar kemur út í nýju liði og hvort að Bjarnólfur nái að róa sig, að hann verði ekki alltaf í gulu og rauðu spjöldunum. Hann verður að passa sig, þeir voru ekki að kaupa hann til þess. En það er alltaf gaman að fara á leiki og sjá Tvíburana í formi, ég vona það bara innilega að svo verði. Þeir hafa verið í basli unanfarið en virðast vera í finu standi núna. 



Þjálfarinn:
Þjálfari KR er Magnús Gylfason.  Magnús Gylfason tók við ÍBV í nóvember 2002 og gerði tveggja ára samning.  Hann hafði áður þjálfað yngri landslið Íslands við góðan orðstýr auk þess að stjórna 2. flokki KR og hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR.   Á síðara ári sínu með ÍBV, á síðustu leiktíð, náði hann öðru sæti deildarinnar og liðið átti möguleika á Íslandsmeistaratitli allt fram til loka deildarinnar.  Hann tók svo við KR í haust.

Lestu viðtal okkar við Magnús

Völlurinn:
Þrátt fyrir að fá sæti séu á KR vellinum og aðstaða áhorfanda ekki eins og best þekkist er umgjörðin í kringum leiki liðsins langflottust í deildinni. Alls komast 3500 áhorfendur á KR völlinn en þar af eru aðeins 550 sæti.

Vefsíðumál:
Vefsíðumál KR inga hafa undanfarin ár þótt mikið klúður hjá svo stóru félagi en úr því hefur verið bætt og tvær góðar síður fjalla um KR. Spurning hvort ein eigi ekki að nægja hinsvegar og menn því að taka ákvörðun um hvor þeirra sé vefsíða félagsins  Á KRReykjavik.is er spjallborð þar sem stuðningsmennirnir fá að tjá sig en fréttaflutningur hefur ekki verið neinn síðan í febrúar.  Á KR.is/Knattspyrna er hinsvegar reglulegur fréttaflutningur og ljóst að þau mál hafa verið bætt verulega frá fyrra ári. 

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna KR eru: Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor, Bubbi Morthens poppstjarna, Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsstjarna, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingkona, Bogi Ágústsson fréttamaður, Þröstur Emilsson fréttamaður, Mörður Árnason þingmaður, Egill Helgason, Haukur Hólm, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Óli Björn Kárason, Gunnar Smári Egilsson ritstjóri, Bjarni Felixson íþróttafréttamaður.

Spáin

nr. Lið Stig
1 ?? ?
2 KR 96
3 ÍA 80
4 Valur 76
5 Fylkir 68
6 Keflavík 49
7 Þróttur 46
8 Fram 36
9 ÍBV 33
10 Grindavík 16

Um félagið

Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Stofnað 1899

Titlar:
Íslandsmeistarar:
1912, 1919, 1926, 1927, 1928, 1929, 1931, 1932, 1934, 1941, 1948, 1949, 1950, 1952, 1955, 1959, 1961, 1963, 1965, 1968, 1999, 2000, 2002, 2003
Bikarmeistarar:
1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999
Deildabikarmeistarar

1998, 2001
Búningar:
Prostar

Aðalbúningur:

Svört/hvít treyja, svartar buxur, hvítir sokkar

Varabúningur:
Svört treyja, svartar buxur, svartir sokkar

Varabúningur 2:
Hvít treyja, Hvítar buxur, hvítir sokkar

Opinber vefsíða:
KR.is


Komnir og farnir

Nýjir frá síðasta sumri:
Magnús Gylfason (1967) þjálfari úr ÍBV
Grétar Ólafur Hjartarson (1977) frá Grindavík
Bjarnólfur Lárusson (1976) frá ÍBV
Tryggvi Sveinn Bjarnason (1983) frá ÍBV
Rógvi Jacobsen (1979) frá Færeyjum
Joel Helmis Matute (1980) frá Bandaríkjunum
Gestur Pálsson frá áhugamannaliði OB
Farnir frá síðasta sumri:
Willum Þór Þórsson (1963) þjálfari í Val
Guðmundur Benediktsson (1974) í Val
Hjörvar Hafliðason (1980) í Breiðablik
Kristján Örn Sigurðsson (1980) í Brann
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (1973) í ÍA
Sigþór Júlíusson (1975) í Val
Hilmar Björnsson (1969) hættur
Kjartan Henry Finnbogason (1986) í Celtic
Theodór Elmar Bjarnason (1987) í Celtic
Petr Podzemsky (1974) í Breiðablik
Henning Jónasson (1983) í Þrótt
Ólafur Páll Johnson (1985) í Fjölni (lán)
Arnar Jón Sigurgerisson (1978) verður ekki með vegna veikinda
Kristinn Hafliðason (1975) í Þrótt
 

Leikmenn KR

nr. Nafn Staða
1. Kristján Finnbogason Markvörður
2. Bjarni Þorsteinsson Varnarmaður
3. Tryggvi Bjarnason Varnarmaður
4. Kristinn J. Magnússon Miðjumaður
5. Helmis Matute Varnarmaður
6. Bjarnólfur Lárusson Miðjumaður
7. Ágúst Gylfason Miðjumaður
8. Garðar Jóhannsson Sóknarmaður
9. Sölvi Davíðsson Sóknarmaður
10. Sigurvin Ólafsson Miðjumaður
11. Grétar Hjartarson Sóknarmaður
13. Gunnar Einarsson Varnarmaður
14. Rógvi Jacobsen Miðjumaður
15. Skúli Jón Friðgeirsson Miðjumaður
16. Atli Jónasson Markvörður
17. Tómas Agnarsson Miðjumaður
19. Brynjar Orri Bjarnason Sóknarmaður
20. Arnljótur Ástvaldsson Sóknarmaður
22. Sigmundur Kristjánsson Miðjumaður
23. Jökull Elísabetarson Varnarmaður
24. Sölvi Sturluson Varnarmaður
25. Bjarki Gunnlaugsson Sóknarmaður
26. Arnar Gunnlaugsson Sóknarmaður
27. Gunnar Kristjánsson Varnarmaður
 

Leikir KR

Dags: Tími Leikur
17. maí 20:00 Fylkir - KR
22. maí 19:15 KR - Fram
26. maí 19:15 Keflavík - KR
29. maí 19:15 KR - FH
12. júní 17:00 ÍBV - KR
16. júní 19:15 Grindavík - KR
23. júní 19:15 KR - Þróttur
27. júní 19:15 Valur - KR
7. júlí 19:15 KR - ÍA
11. júlí 19:15 KR - Fylkir
18. júlí 19:15 Fram - Kr
24. júlí 19:15 KR - Keflavík
7. ágúst 18:00 FH - KR
14. ágúst 18:00 KR - ÍBV
21. ágúst 18:00 Grindavík - KR
28. ágúst 19:15 Þróttur - KR
11. sept 14:00 KR - Valur
17. sept 14:00 ÍA - KR

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner