Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 09. maí 2005 07:54
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 6. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá Keflavík 6. sæti í efstu deild karla 2005.  Ellefu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  Keflavík fékk 49 stig út úr þessu

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Aðalsteinn Víglundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Bjarni Jóhannsson,  Guðmundur Hreiðarsson, Hörður Magnússon, Logi Ólafsson, Njáll Eiðsson, Pétur Pétursson, Samúel Örn Erlingsson, Sigurður Jónsson og Víðir Sigurðsson.



Hvað segir Sigurður?
Sigurður Jónsson þjálfari Víkinga er sérstakur álitsgjafi okkar um efstu deild karla. Sigurður hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og hefur gríðarmikla þekkingu á íslenska boltanum.

Um liðið 
Keflavíkurliðið er búið að missa marga góða leikmenn eins og önnur lið. Þeir hafa bara misst of marga sterka pósta og vantar bara 5-6 leikmenn til að geta keppt í deildinni. Þeim vantar betri mannskap inn í þetta en Guðjón er auðvitað á fullu í að vinna í því og þetta mun breytast mikið þegar komið er inn í mót með tilkomu nýrra leikmanna.

Þeir eru með menn þarna fram á við sem geta klárað færin. Hörður og Guðmundur, þeir hafa bæði hraða og spyrnugetu. Miðjan er ákveðið spurningamerki, hún hefur ekki alveg verið nægilega sterk þeir þurfa að bæta við sig þar. Þeir eru auðvitað búnir að missa mikið af leikmönnum, það er mikill missir að hafa misst Stefán og eins með Harald. Þetta eru sterkir póstar. 

Ómar markmaður á auðvitað eftir að sanna sig. Hann hefur verið ójafn í vetur eftir því sem ég hef séð.  Magnús hefur heldur ekki átt neina stjörnuleiki þannig að markvarslan er spurningamerki.

En Guðjón er auðvitað hörku þjálfari og hann veit alveg hvað hann þarf að gera til að ná árangri. Það verður athyglisvert að sjá hvað verður með þetta lið þegar allir eru komnir því það á eftir að bætast töluvert í, ég hef trú á því. Það er auðvitað alls ekki gott að vera að fá menn svona seint inn í þetta, kannski tveimur vikum fyrir mót og minna. Það getur verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn. Mótið byrjar líka alveg með trukki og 1/3 af mótinu er náttúrulega búinn áður en þú veist af. Það er auðvitað veikleiki að þurfa að vera að fá menn núna rétt fyrir mót og þurfa að slípa þetta saman, það tekur alltaf tíma. Það er mjög slæmt fyrir þá að vera að fá leikmenn núna það er ef þú ert að fá svona marga. Það er allt í lagi með einn eða tvo en ef þú ert að fá kannski fjóra til fimm leikmenn sem þú ætlar að láta spila í sumar þá tekur það þá alltaf tíma til að aðlagast þessu.

En Keflvíkingarnir eru auðvitað að leggja mikið í þetta og vænta auðvitað eftir því. Þeir urðu bikarmeistarar í fyrra og eru í Evrópukeppninni og fara að setja allt í þetta núna. Þeir hafa lagt út töluvert fjármagn og þeir vænta auðvitað þess að þegar nýju leikmennirnir verði komnir þá verða þeir í baráttunni um Evrópusæti.

Veikleikar
Helstu veikleikar Keflavíkurliðsins eru náttúrulega varnarleikurinn. Hann hefur alls ekki verið traustvekjandi en það lítur út fyrir að það verði komnir tveir nýjir varnarmenn inn fyrir mót (Svíinn kominn)

Spennandi að fylgjast með
Það verður spennandi að fylgjast með Húsvíkingnum Baldri Sigurðssyni, ég hef ekki séð mikið af honm en eftir því sem ég hef heyrt þá er þarna á ferðinni stórefnilegur leikmaður. Svo verður athyglisvert að fylgjast með sóknarparinu Guðmundi og Herði og auðvitað nýju leikmönnunum.




Þjálfarinn:
Guðjón Þórðarson þjálfar Keflavík eftir að hafa komið heim úr atvinnumennskunni.  Guðjón þykir hafa skap og sannast það líklega best á því að hann neitar með öllu að eiga samskipti við Fótbolta.net um alla framtíð.

Ekkert viðtal við Guðjón
 

Völlurinn:
Alls komast um 4000 áhorfendur á Keflavíkurvöll en þar eru steypt stæði öðrumegin við völlinn og yfir hluta þeirra er þak.  Örfá sæti eru í stúkunni.

Klúbburinn:
K-Klúbbur, síðan er verið að stofna Fjölskyldu og stuðningsmannaklúbb og einnig er að fara í gang félagskapur eldri leikmanna og stjórnarmanna "Lávarðadeildin" Þeir gefa góð ráð, spá í leikina rifja upp gamla sigurleiki og fl. K-klúbbur 20,000,- Foreldraklubbur td. 4 manna fjölskylda 15,000,- innifalið, miðar fyrir alla fjölskylduna á völlinn, Keflavíkur-bolur, skemmtanir, happdrætti og fl. í hverjum leik. Fjölskylduferð á útileik. Lávarðadeildin kostar ársmiða á völlinn, fá kaffi fyrir leik og í leikhlé, sögustund.

Lukkudýr:
Keli Keflvíkingur er "maður" allra í Reykjanesbæ.

Aðgangseyrir:
1200 krónur

Leikskrá:
Eru með leikskrá en ætla að taka þátt í sameiginlegri útgáfu verði af því hjá öllum Landsbankadeildarliðum.

Vefsíðumál:
Keflvíkingar hafa nýlega uppfært vefsíðu sína og er það til bóta.  Heldur skortir á að þeir séu fyrstir með fréttir af liðinu og hefur það yfirleitt komið í okkar hlut að gera það við mismikla hrifningu manna.  Frábært er að sjá að framkvæmdastjóri deildarinnar ritar reglulega pistla um það sem er að gerast hjá og tengt félaginu en Keflavík er eina félagið sem hefur þann háttinn á.

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Keflavíkur eru: Rúnar Júlíusson eilífðarrokkari og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, Kjartan Másson, Guðni Kjartansson.

Spáin

nr. Lið Stig
1 ?? ?
2 ?? ?
3 ?? ?
4 ?? ?
5 ?? ?
6 Keflavík 49
7 Þróttur 46
8 Fram 36
9 ÍBV 33
10 Grindavík 16

Um félagið

Keflavík
Stofnað 1929

Titlar:
Íslandsmeistarar: 1964, 1969, 1971, 1973
Bikarmeistarar: 1975, 1997,2004

Búningar:
Puma

Aðalbúningur:
Dökkblá treyja, Dökkbláar buxur, dökkbláir sokkar

Varabúningur:
Rauð treyja, Rauðar buxur, Rauðir sokkar

Opinber vefsíða:
Keflavík.is/Knattspyrna

Vefsíða stuðningsmanna:
Blog.Central.is/kef-fc

Komnir og farnir

Nýjir frá síðasta sumri:
Guðjón Þórðarson (1955) þjálfari frá Englandi
Ásgrímur Albertsson (1981) frá HK
Gestur Arnar Gylfason (1969) frá Grindavík
Hafsteinn Rúnar Helgason (1985) frá Reyni S.
Ólafur Þór Berry (1986) frá ÍBV
Sigþór Snorrason (1985) frá BÍ
Gunnar Hilmar Kristinsson (1984) frá ÍR
Atli Rúnar Hólmbergsson (1983) frá Víði
Ómar Jóhannsson (1981) frá Bunkeflo
Bjarni Sæmundsson (1977) frá Njarðvík
Kjartan Jóhannes Einarsson (1968) frá Víking Ólafsvík
Baldur Sigurðsson (1985) frá Völsungi
Michael Johansson (1985) frá Svíþjóð
Farnir frá síðasta sumri:
Milan Stefán Jankovic (1960) þjálfari í Grindavík
Zoran Daníel Ljubicic (1967) í Völsung
Þórarinn Brynjar Kristjánsson (1980) í Aberdeen
Haraldur Freyr Guðmundsson (1981) í Aalesund
Ólafur Gottskálksson (1968) í Torquay
Scott McKenna Ramsay (1975) verður líklega ekki með næsta sumar
Sreten Djurovic (1974) í Völsung
Magnús Sverrir Þorsteinsson (1982) í Grindavík
Stefán Gíslason (1980) til Lyn
Ólafur Ívar Jónsson (1975) Hættur
Komnir til baka úr láni:
Sigurður Markús Grétarsson (1981) var í láni hjá Víði
 

Leikmenn Keflavíkur

nr. Nafn Staða
1. Ómar Jóhannsson Markvörður
2. Bjarni Sæmundsson Miðjumaður
3. Guðjón Á. Antóníusson Varnarmaður
4. Gestur A. Gylfason Varnar/miðju
5. Jónas Guðni Sævarsson Miðjumaður
6. Atli Rúnar Hólmbergsson Miðjumaður
7. Hólmar Örn Rúnarsson Miðjumaður
8. Ingvi Rafn Guðmundsson Miðjumaður
9. Guðmundur Steinarsson Sóknarmaður
10. Hörður Sveinsson Sóknarmaður
11. Baldur Sigurðsson Miðjumaður
12. Magnús Þormar Markvörður
13. Gunnar Hilmar Kristinsson Miðjumaður
14. Þorsteinn Atli Georgsson Varnarmaður
15. Michael Johansson Varnarmaður
17. Ásgrímur Albertsson Varnarmaður
19. Ólafur Jón Jónsson Varnarmaður
21. Scott McKenna Ramsey Miðjumaður
22. Sigþór Snorrason Varnarmaður
24. Guðmundur Árni Þórðars  Markmaður
 

Leikir Keflavíkur

Dags: Tími Leikur
16. maí 19:15 Keflavík - FH
22. maí 14:00 ÍBV - Keflavík
26. maí 19:15 Keflavík - KR
31. maí 19:15 Þróttur - Keflavík
12. júní 19:15 Keflavík - Valur
15. júní 19:15 ÍA - Keflavík
23. júní 19:15 Keflavík - Fylkir
26. júní 19:15 Fram - Keflavík
30. júní 19:15 Keflavík - Grindavík
10. júlí 19:15 FH - Keflavík
18. júlí 19:15 Keflavík - ÍBV
24. júlí 19:15 KR - Keflavík
7. ágúst 18:00 Keflavík - Þróttur
14. ágúst 18:00 Valur - Keflavík
21. ágúst 18:00 Keflavík - ÍA
30. ágúst 18:00 Fylkir - Keflvaík
11. sept 14:00 Keflavík - Fram
17. sept 14:00 Grindavík - Keflavík

Athugasemdir
banner
banner