Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 06. maí 2005 07:54
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 9. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá ÍBV 9. sæti í efstu deild karla 2005.  Ellefu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  ÍBV fékk 33 stig út úr þessu

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Aðalsteinn Víglundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Bjarni Jóhannsson,  Guðmundur Hreiðarsson, Hörður Magnússon, Logi Ólafsson, Njáll Eiðsson, Pétur Pétursson, Samúel Örn Erlingsson, Sigurður Jónsson og Víðir Sigurðsson.



Hvað segir Sigurður?
Sigurður Jónsson þjálfari Víkinga er sérstakur álitsgjafi okkar um efstu deild karla. Sigurður hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og hefur gríðarmikla þekkingu á íslenska boltanum.

Um liðið
Það er mjög erfitt að segja til um lið ÍBV þessa stundina þar sem maður á eftir að sjá alla útlendingana með þeim. Þeir hafa verið hálft lið í vetur þegar þeir hafa spilað. Þeir eiga svo kannski eftir að fá 4-5 útlendinga þarna inn þá kemur þetta náttúrulega til með að breytast mjög mikið.

Skiptir miklu máli að þeir eru með reynslulítinn þjálfara?
Nei það held ég ekki. Ég þekki auðvitað Lauga og er búnn að vinna með honum og hann er mjög rólegur og yfirvegaður strákur. Hann er klókur og ég hef ekki trú á því að það skipti máli. Hann er búinn að vera mikið í þjálfun á yngri flokkunum þar sem hann sýndi mjög góðan árangur. Það sem skiptir meira máli er hvernig þeir ná að láta þetta smella þetta saman með þessa nýju útlendinga. Það hafa orðið töluverðar breytingar, þeir eru búnir að missa marga sterka leikmenn. Það helsta er markaskorarinn Gunnar Heiðar og svo auðvitað Bjarnólfur á miðjunni sem var mikið að drífa þá áfram í fyrra.  Síðan misstu þeir líka Tryggva þannig að þeir eru búnir að missa svona hrygginn úr liðinu. En þeir eru auðvitað búnir að fá nýja leikmenn en það er erfitt að dæma um þetta án þess að sjá þá alla, þetta er svolítið spurningamerki hverni þetta smellur saman.

Styrkleikar:
Þeir eru með góða hæð í liðinu og eru vinnusamir. Maggi Lúvíks er mjög nettur með boltann og býr til ýmislegt fyrir þá en maður hefur ekki hugmynd um þessi göt sem þeir eru að reyna að fylla inn í. Þeir misstu líka Einar Þór Daníelsson sem var mjög mikilvægur fyrir þá og var svona heilinn í sóknarleiknum hjá þeim. Þeir hafa misst mjög mikið úr liðinu og eiginlega alla helstu leikmenn sína og þetta verður mikil áskorun fyrir nýjan og óreyndan þjálfara en að sama skapi er hann búinn að fá þarna einhverja útlendinga – Útlendingahersveitin í Vestmannaeyjum. Þannig að það er nánast ómögulegt að dæma til um ÍBV fyrr en maður sér hvernig liðið verður.

Veikleikar
Breiddin er ekki nægjanlega góð eins og staðan er í dag. Það er spurning hvað þeir fá af útlendingum.

Lykilmaður að mati Sigurðar
Þeir eru auðvitað með besta markmanninn á landinu ég fer ekkert ofan af því. Birkir þó hann sé kominn á þennan aldur þá er hann í mínum huga ennþá besti markmaðurinn hér í Úrvalsdeildinni. Hann æfir náttúrulega eins og skepna kallinn, meira en nokkru sinni fyrr held ég. Þegar við spiluðum við þá bjargaði hann þeim til dæmis frá enn stærra tapi. Ég held að hann sé í feykna formi núna og ég held að það sé alveg þörf á því núna af því þeir eru búnir að missa úr varnarlínunni.

Leikmaður sem að gaman verður að fylgjast með að mati Sigurðar
Það verður gaman að fylgjast með Atla Jóhannssyni í sumar hvernig hann kemur út. Svo er auðvitað alltaf spennandi að sjá Birki, kominn á fimmtugsaldurinn kallinn.



Þjálfarinn:
Það er Guðlaugur Baldursson sem er tekinn við liði ÍBV en þetta er hans fyrsta ár sem þjálfari meistaraflokssliðs.   Guðlaugur er aðeins 32 ára gamall og hafði áður þjálfað yngri flokka FH auk þess að vera aðstoðarþjálfari FH árið 2001. Guðlaugur náði árið 2003 besta árangri sem þjálfari hefur náð hér á landi er 2. flokkur FH undir hans stjórn vann alla sína leiki á Íslandsmótinu og varð auðvitað Íslandsmeistari.

Viðtal okkar við Guðlaug

Völlurinn:
ÍBV leikur heimaleiki sína á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.   Á vellinum er nýleg stúka sem byggð var fyrir þremur árum.   Völlurinn tekur um 3000 áhorfendur í heildina en stúkan ein og sér tekur 540 í sæti.

Klúbburinn:
Liðið er með stuðningsmannaklúbb. Verð pr mánuð í stuðningsmannaklúbbinn er 1250 kr. Allt árið í kring.  Innifalið í honum er árskort á leiki í Landsbankadeilidinni, kaffi og með því í hálfleik á öllum heimaleikjum, fyrir hvert tímabil fá meðlimir keppnistreyju eða íþróttatreyju merkta félaginu, meðlimir fá jólagjafir frá klúbbnum og félagið stendur fyrir nokkrum uppákomum með leikmönnum og þjálfurum yfir tímabilið.

Lukkudýr:
Ekkert lukkudýr er hjá ÍBV

Aðgangseyrir:
1.200 krónur.

Leikskrá:
Ekki er gefin út leikskrá fyrir alla leiki

Vefsíðumál:
Þrátt fyrir að vera komið með alveg nýja vefsíðu frá því á síðasta ári finnst okkur sem smá afturför hafi verið hjá þeim í þeim málum því fréttaflutningur er ekki eins ferskur og skemmtilegur og í fyrra og nú er þar helst talað um getraunakeppni þeirra Eyjamanna.

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna ÍBV eru Þorsteinn Gunnarsson sjónvarpsmaður, Robert Marshall fréttamaður, Árni Johnsen fyrrum þingmaður, Páll Magnússon frétamaður, Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, Guðjón Hjörleifsson alþingismaður, Dario Gradi, framkvæmdastjóri, Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona, Sighvatur Jósson fréttamaður Eiður Arnarsson bassaleikari, Ragnar Sigurjónsson staðarhaldari í Viðey og Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari.

Spáin

nr. Lið Stig
1 ?? ?
2 ?? ?
3 ?? ?
4 ?? ?
5 ?? ?
6 ?? ?
7 ?? ?
8 ?? ?
9 ÍBV 33
10 Grindavík 16

Um félagið

Íþróttabandalag Vestmannaeyja
Stofnað 1945

Titlar:
Íslandsmeistarar: 1979, 1997, 1998
Bikarmeistarar: 1968, 1972, 1981, 1998
Deildabikarmeistarar: 1997

Búningar:
Hummel

Aðalbúningur:

Hvít treyja, hvítar buxur, hvítir sokkar

Varabúningur:
Rauð  treyja, rauðar buxur, rauðir sokkar

O
pinber vefsíða:
ÍBV.is/Fótbolti

Stuðningsmannasíða:
ÍBVSport.is

Komnir og farnir

Nýjir frá síðasta sumri:
Guðlaugur Baldursson (1972) þjálfari úr FH
Bjarni Hólm Aðalsteinsson (1984) frá Fram
James Robinson frá Crewe Alexandra.
Matthew Platt frá Crewe Alexandra.
Farnir frá síðasta sumri:
Magnús Gylfason (1967) þjálfari í KR
Bjarnólfur Lárusson (1976) í KR
Einar Þór Daníelsson (1970) Hættur
Tryggvi Sveinn Bjarnason (1983) í KR
Ólafur Þór Berry (1986) í Keflavík
Björgvin Már Þorvaldsson (1986) í Val
Hafþór Atli Rúnarsson (1983) í Hött
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (1982) í Halmstad
Mark Schulte í Columbus Crew
Jón Skaptason hættur í bili
Matt Garner leikur ekki í sumar vega meiðsla
Komnir til baka úr láni:
Ástvaldur Helgi Gylfason (1984) var í láni hjá KFS
Stefán Bragason (1978) var í láni hjá KFS
Stefán Björn Hauksson (1984) var í láni hjá KFS
Sindri Viðarsson (1982) var í láni hjá KFS
Pétur Runólfsson (1981) var í láni hjá KFS
 

Leikmenn ÍBV

nr. Nafn Staða
1. Birkir Kristinsson Markvörður
2. Hrafn Davíðsson Markvörður
4. James Gilbert Robinson Miðjumaður
5. Einar Hlöðver Sigurðsson Varnarmaður
6. Andri Ólafsson Miðjumaður
7. Atli Jóhannsson Miðjumaður
8. Ian David Jeffs Miðjumaður
9. Pétur Runólfsson Miðjumaður
10. Magnús Már Lúðvíksson Sóknarmaður
11. Steingrímur Jóhannesson Sóknarmaður
12. Páll Þorvaldur Hjarðar Varnarmaður
13. Sæþór Jóhannesson Sóknarmaður
14. Bjarni Geir Viðarsson Miðjumaður
15. Matthew Platt Sóknarmaður
16. Bjarni Rúnar Einarsson Sóknarmaður
17. Adolf Sigurjónsson Varnarmaður
19. Egill Jóhannsson Miðjumaður
20. Bjarni Hólm Aðalsteinss. Varnarmaður
21. Anton Bjarnason Miðjumaður
22. Hilmar Ágúst Björnsson Varnarmaður
23. Einar Kristinn Kárason Sóknarmaður
24. Elvar Aron Björnsson Miðjumaður
25. Guðjón Magnússon Markvörður
 

Leikir ÍBV

Dags: Tími Leikur
16. maí 17:00 Fram - ÍBV
22. maí 14:00 ÍBV - Keflavík
26. maí 19:15 FH - ÍBV
30. maí 19:15 Grindavík - ÍBV
12. júní 19:15 ÍBV - KR
16. júní 19:15 Þróttur - ÍBV
23. júní 19:15 ÍBV - Valur
29. júní 19:15 ÍA - ÍBV
2. júlí 16:00 ÍBV - Fylkir
10. júlí 19:15 ÍBV - Fram
18. júlí 19:15 Keflavík - ÍBV
24. júlí 19:15 ÍBV - FH
7. ágúst 18:00 ÍBV - Grindavík
14. ágúst 18:00 KR - ÍBV
21. ágúst 18:00 ÍBV - Þróttur
29. ágúst 18:00 Valur - ÍBV
11. sept 14:00 ÍBV - ÍA
17. sept 14:00 Fylkir - ÍBV

Athugasemdir
banner
banner
banner