Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 10. maí 2005 07:54
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 5. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá Fylki 5. sæti í efstu deild karla 2005.  Ellefu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  Fylkir fékk 66 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Aðalsteinn Víglundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Bjarni Jóhannsson,  Guðmundur Hreiðarsson, Hörður Magnússon, Logi Ólafsson, Njáll Eiðsson, Pétur Pétursson, Samúel Örn Erlingsson, Sigurður Jónsson og Víðir Sigurðsson.



Hvað segir Sigurður?
Sigurður Jónsson þjálfari Víkinga er sérstakur álitsgjafi okkar um efstu deild karla. Sigurður hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og hefur gríðarmikla þekkingu á íslenska boltanum.

Um liðið 
Þeir hafa auðvitað mikla breidd, mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru þéttir fyrir og hafa verið að spila vel inn á milli – þéttan, massívan fótbolta. Kannski ekki þann skemmtilegasta og áferðafallegasta en þeir eru auðvitað með sterka og stóra stráka þarna og svo verður athyglisvert að sjá ef þessir Argentínumenn koma hvort að þeir nái að koma með einhverjar nýjar víddir inn í sóknarleikinn hjá þeim.

Þetta veltur soldið mikið á því hvernig Björgúlfur er í mínum huga því þeir hafa verið í basli við að skapa fram á við og það vantar kannski meiri sköpunargleði í liðið. Viktor er reyndar kominn þarna inn og hann hefur verið mjög skapandi fyrir þá.

Væntingarnar eru náttúrulega miklar í Árbænum.

Styrkleikar
Þeir hafa auðvitað mikla breidd, það er kannski helsti styrkleikinn og svo bætast þessir tveir við þannig að þeir eru nátúrulega með mjög öflugan hóp.

Veikleikar
Helsti veikleikinn er að þegar illa gengur þá eiga þeir erfitt með að rífa sig upp úr því, það hefur sýnt sig undanfarin ár. Það er eins og það vanti einhvern neista í leikmennina. Það verður bara að segjast eins og er en maður veit í raun ekkert útaf hverju. Þeir eiga að geta betur þessir leikmenn sem eru í liðinu heldur en þeir hafa sýnt undanfarin ár en hvort að það verði núna í ár á bara eftir að koma í ljós. Það eru þessi 10% sem þarf til að klára leikina og vinna og það hefur vantað í Fylkis liðið undanfarin ár. Hver ástæðan er er auðvitað þjálfarans að finna út. Það vantar ekki mannskapinn en ég set spuningamerki hvort að þeir séu nógu hungraðir til að fara og gera eitthvað af alvöru.

Þeir hafa alla burði til þess en miðað við undanfarin ár setur maður spurningamerki á þá.

Spennandi að fylgjast með
Það verður auðvitað gaman að fylgjast með Viktori Bjarka spreyta sig í Árbænum. Eins hef ég alltaf verið hrifinn af Helga Val og hvernig hann mun spila og siðan ef þeir taka nú þessa Argentínumenn hvort að þeir komi ekki með einhverja sambatakta inn í þetta. Það verður líka mjög gaman að fylgjast með Ragnari Sigurðssyni. Ég hef séð hann spila mjög vel í sumar og hann er auðvitað hörku leikmaður.

Niðurstaða
Það verður líka bara gaman að sjá hvort þessi kjarni í hópnum hafi lært eitthvað af síðustu árum, þetta er lið sem er búið að vera mikið saman en það hlýtur að vera umhugsunarefni ef svo er ekki.  



Þjálfarinn:
Þorlákur Árnason þjálfar Fylkismenn annað árið í röð. Þorlákur er aðeins 36 ára gamall.  Hann þjálfaði Val á þarsíðustu leiktíð en tók svo við Fylki. Hann kom Valsmönnum beint upp í efstu deild á sínu fyrsta ári, sæti sem var heldur betur verðskuldað enda var Valur löngubúið að tryggja sér sigur í deildinni er mótinu lauk. Þorlákur tók fram takkaskóna í lokaleik deildarinnar og lék með liðinu hluta af lokaleik mótsins á Hlíðarenda við mikinn fögnuð áhorfenda. Hann stjórnaði svo Val í efstu deild i hittifyrra en liðið féll þá í 1. deild á ný og Fylkismenn leituðu til hans.

Lestu viðtal okkar við Þorlák

Völlurinn:
Fylkir leikur heimaleiki sína á Fylkisvelli í Árbænum. Völlurinn er sagður taka um 2000 áhorfendur en þrátt fyrir það tókst að troða 4833 áhorfendum á leik liðsisn gegn KR fyrir tveimur árum. Engin sæti eru á Fylkisvelli heldur verða áhorfendur að láta sér stæði eða grasbrekkur nægja.

Klúbburinn:
Fylkir er með stuðningsmannaklúbb sem kostar 1500 krónur í.  Innfalið í stuðningsmannaklúbbnum er peysa merkt félaginu og ýmsir afslættir.

Lukkudýr:
Tígrisdýr, sem heitir Bolta –Brandur

Aðgangseyrir:
• Fullorðnir kr. 1200
• Ellilífeyrisþegar kr. 600
• Börn 11-15 ára kr. 500
• Börn 10 ára og yngri fá frítt
• Iðkendur innan knattspyrnudeildar fá frítt
• Þá eru árskort seld og gilda á heimaleiki – Brons, fyrir 1, Silfur fyrir 2 og Gull fyrir 3 og aðgang að Club Orange . Brons- og Silfur-korthafar geta keypt aðild að Club Orange .


Leikskrá:
Fylkir gefur út leikskrá fyrir leiki sína í sumar.

Vefsíðumál:
Vefsíða Fylkismanna, Fylkir.com er mjög góð. Miklar upplýsingar er þar að finna og fréttaflutningur var alltaf mjög reglulegur þó hann hafi minnkað upp á síðkastið. Spjallborðið er ekki nógu gott. Þrátt fyrir að vera mjög virkt er mjög óþægilegt að vinna á því og skoða það.

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Fylkis eru: Jón Magnússon, Sigurður G. Guðjónsson forstjóri Norðurljósa, Haraldur í Andra, Jói úr 70 mínútum og Idolinu, Kári Sturluson tónleikahaldari, Hreggviður Jónsson fyrrum forstjóri Norðurljósa, Dagur Eggersson læknir og Björn Bragi Arnarsson ræðumaður Íslands síðustu tvö ár.

Spáin

nr. Lið Stig
1 ?? ?
2 ?? ?
3 ?? ?
4 ?? ?
5 Fylkir 68
6 Keflavík 49
7 Þróttur 46
8 Fram 36
9 ÍBV 33
10 Grindavík 16

Um félagið

Fylkir
Stofnað 1967

Titlar:
Bikarmeistarar:
2001, 2002

Búningar:
Umbro

Aðalbúningur:

Appelsínugul treyja, svartar buxur, appelsínugulir sokkar

Varabúningur:
Blá treyja, Bláar buxur, Bláir sokkar

Opinber vefsíða:
Fylkir.com


Komnir og farnir

Nýjir frá síðasta sumri:
Viktor Bjarki Arnarsson (1983) frá Víking (á láni)
Eric Gustafsson (1982) frá Örgryte
Björn Viðar Ásbjörnsson (1981) kemur aftur eftir meiðsli
Farnir frá síðasta sumri:
Ólafur Páll Snorrason (1982) í FH
Þórhallur Dan Jóhannsson (1972) í Fram
Kristinn Tómasson (1972) (Hættur?)
Þorbjörn Atli Sveinsson (1977) í Fram
Ólafur Ingi Stígsson (1975) verður frá tímabilið vegna meiðsla
Haukur Ingi Guðnason (1978) verður frá tímabilið vegna meiðsla
Björgvin Freyr Vilhjálmsson í Víking
Ólafur Júlíusson líklega til HK
 

Leikmenn Fylkis

nr. Nafn Staða
1. Bjarni Þórður Halldórsson Markvörður
2. Ragnar Sigurðsson Varnarmaður
3. Guðni Rúnar Helgason Varnarmaður
4. Valur Fannar Gíslason Varnarmaður
5. Ólafur Ingi Stígsson Miðjumaður
6. Helgi Valur Daníelsson Miðjumaður
7. Hrafnkell Helgason Miðjumaður
8. Finnur Kolbeinsson Miðjumaður
9. Gunnar Þór Pétursson Varnarmaður
10. Viktor Bjarki Arnarson Miðjumaður
11. Kjartan Ágúst Breiðdal Miðjumaður
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson Markvörður
14. Haukur Ingi Guðnason Sóknarmaður
15. Björn Viðar Ásbjörnsson Sóknarmaður
19. Sævar Þór Gíslason Sóknarmaður
20. Arnar Þór Úlfarsson Varnarmaður
21. Eyjólfur Héðinsson Miðjumaður
22. Björgólfur Takefusa Sóknarmaður
24. Albert Brynjar Ingason Sóknarmaður
25. Kristján Valdemarsson Varnarmaður
28. Jón Björgvin Hermannss Varnarmaður
 

Leikir Fylkis

Dags: Tími Leikur
17. maí 20:00 Fylkir - KR
22. maí 14:00 Þróttur - Fylkir
26. maí 19:15 Fylkir - Valur
30. maí 19:15 ÍA - Fylkir
12. júní 19:15 Fylkir - Grindavík
16. júní 19:15 Fylkir -Fram
23. júní 19:15 Keflavík - Fylkir
26. júní 19:15 Fylkir - FH
2. júlí 16:00 ÍBV - Fylkir
11. júlí 19:15 KR - Fylkir
17. júlí 19:15 Fylkir - Þróttur
26. júlí 19:15 Valur - Fylkir
7. ágúst 18:00 Fylkir - ÍA
14. ágúst 18:00 Grindavík - Fylkir
22. ágúst 19:15 Fram - Fylkir
30. ágúst 18:00 Fylkir - Keflvaík
11. sept 14:00 FH - Fylkir
17. sept 14:00 Fylkir - ÍBV

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner