Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 11. maí 2005 07:54
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 4. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá Val 4. sæti í efstu deild karla 2005.  Ellefu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  Valur fékk 76 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Aðalsteinn Víglundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Bjarni Jóhannsson,  Guðmundur Hreiðarsson, Hörður Magnússon, Logi Ólafsson, Njáll Eiðsson, Pétur Pétursson, Samúel Örn Erlingsson, Sigurður Jónsson og Víðir Sigurðsson.



Hvað segir Sigurður?
Sigurður Jónsson þjálfari Víkinga er sérstakur álitsgjafi okkar um efstu deild karla. Sigurður hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og hefur gríðarmikla þekkingu á íslenska boltanum.

Um liðið 
Valur er búið að sánka að sér leikmönnum og eru ennþá að leita held ég. Þeir eru komnir með sterkan markmann og vörnin hefur verið að spila feykilega vel í vetur.

Það vantar náttúrulega ekki breiddina og það er mikil samkeppni um stöður. Svo kemur Jói Hreiðars núna, hann er búinn að vera úti í Bandaríkjunum. Það er alltaf spurningamerki hvernig “Bandaríkjamennirnir” og í hvernig standi þeir verða. Það má ekki gleyma því að Birkir er líka úti, hann er gríðarlega efnilegur.

Þeir eru auðvitað búnir að leggja það mikið í þetta núna að þeir eru ekkert að spila bara um að halda sér í deildinni. Þeir hafa fengið til sín mikið af nýjum leikmönnum og eru ekkert að því bara til að sigla bara um lygnan sjó í miðri deild.  Þeir ætla sér að vera þarna í toppbaráttunni við þessi lið og hafa breiddina líkt og þessi fjögur lið, FH, KR, Valur og Fylkir sem hafa náttúrulega mestu breiddina, úr flestum leikmönnum að velja. Það er mikil samkeppni í öllum þessum liðum um stöður sem vantar kannski í önnur lið.

Styrkleikar
Varnarleikur Valsmanna hefur verið þéttur og markvarslan góð

Veikleikar
Þá vantar einn topp markaskorara og vantar hann upp á breiddina og samkeppnina í liðinu. Einn góðan leikmann til að klára færin. Þeir eru með sæg af miðjumönnum og kantmönnum sem geta skapað, Baldur, Matti og fleiri.

Gaman að fylgjast með
Ef Gummi Ben verður heill þá verður gaman að fylgjast með honum og ef lappirnar á honum halda þá getur hann gert ótrúlegustu hluti. Hann hefur frábærar sendingar og mikla útsjónarsemi, mjög gott auga og ef hann er heill gæti hann skipt gríðarlega miklu máli fyrir þá. Hann er kannski ekki leikmaður sem er að skora 10-15 mörk, það er sá leikmaður sem þeir þurfa að finna.

Það verður spurning hvort Garðar Gunnlaugsson nái að rífa sig upp af rassgatinu, hann hefur verið að skora fyrir þá i vetur. Hann er alveg leikmaður í það og á alveg að gera klárað þetta dæmi. Hann hefur bætt sig í líkamlegum styrk og það verður að koma í ljós hvað hann gerir.

Fyrir mína parta þá verður gaman að fylgjast með þeim leikmönnum sem ég hef unnið með, Grétari Sigfinni og Steinþóri. Manni finnst maður eiga kannski eitthvað í þeim, skemmtilegir strákar, miklir karakterar. Síðan verður náttúrulega gaman að fylgjast með Gumma Ben, það er alltaf gaman að horfa á hann. Hann er leikmaður sem maður kaipir sig inn á völlinn fyrir ef hann er í standi. 
 



Þjálfarinn:
Willum Þór Þórsson er á sínu fyrsta tímabili með Valsliðið en þangað kom hann frá KR sem hann hefur þjálfað undanfarin ár og skilaði tveimur Íslandsmeistaratitlum. 

Hann er eini íslenski þjálfarinn sem hefur stjórnað liði til sigurs í öllum deildum. Hann kom til KR fyrir tímabilið 2002 eftir að hafa stýrt Haukum upp í 1. deildina og á sínu fyrsta ári hjá KR stjórnaði hann sínu liði til sigurs í deildinni og endurtók leikinn svo í hittifyrra er liðið varð Íslandsmeistari. Willum hafði áður unnið 1. deild með Þrótti 1997, 3 deild með Haukum 2000 og 2. deild með Haukum 2001.

Lestu viðtal okkar við Willum

 

Völlurinn:
Valsmenn munu spila í síðasta sinn á grasvelli sínum á Hlíðarenda en að keppnistímabilinu loknu verður allt tekið upp og byrjað að endurbyggja svæðið þar sem nýr og glæsilegur knattspyrnuvöllur verður. Stúka með bekkjum fyrir 100 manns, steypt stæði og stæði í grasbrekku. Alls tekur völlurinn 3000 manns.

Klúbburinn:
Stuðningsklúbburinn heitir Stuðarar og kostar 1000 krónur í hann og hægt að skrá sig á Valur.is. Handhafar skirteinanna fá afslátt af Valstreyjunni í Puma búðinni við Laugaveg.

Lukkudýr:
Valur er ekki með lukkudýr

Aðgangseyrir:
1200 krónur

Leikskrá:
Valur gefur út leikskrá fyrir leiki sína

Vefsíðumál:
Vefsíða Valsmanna er nokkuð góð og vel uppsett.  Spjallborðið er mjög gott og lifandi.  Ókosturinn er þó eins og hjá svo mörgum félögum að fréttaflutningur af liðinu er alltof lítill á vefsíðunni.  Þá er frekar skondið að sjá mynd af Valsblaðinu 2003 á forsíðunni og og spurning hvort menn viti hvaða ár er nú?

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Vals eru: Guðni Bergsson fyrrum fótboltamaður, Hemmi Gunn, Halldór "Henson" Einarsson, Séra Pálmi Matthíasson, Stefán Hilmarsson poppari,  Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.

Spáin

nr. Lið Stig
1 ?? ?
2 ?? ?
3 ?? ?
4 Valur 76
5 Fylkir 68
6 Keflavík 49
7 Þróttur 46
8 Fram 36
9 ÍBV 33
10 Grindavík 16

Um félagið

Valur
Stofnað 1911

Titlar:
Íslandsmeistarar (19):
1930, 1933, 1935, 1936,1937, 1938, 1940, 1943, 1944, 1945, 1956, 1966, 1967, 1976, 1978, 1980, 1985, 1987.

Bikarmeistarar (8):
1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992.

Búningar:
Puma

Aðalbúningur:

Rauð treyja, hvítar buxur, rauðir sokkar

Varabúningur:
Blá treyja, hvítar og rauðar buxur, hvítir og rauðir sokkar

Opinber vefsíða:
Valur.is


Komnir og farnir

Nýjir frá síðasta sumri:
Willum Þór Þórsson (1963) þjálfari úr KR
Kjartan Sturluson (1975) úr árs fríi
Steinþór Gíslason (1983) úr Víkingi
Sigþór Júlíusson (1975) frá KR
Guðmundur Benediktsson (1974) frá KR
Atli Sveinn Þórarinsson (1980) frá KA/Örgryte
Rafn Markús Vilbergsson (1983) frá Víði
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (1982) frá Víkingi
Farnir frá síðasta sumri:
Njáll Eiðsson (1958) þjálfari
Ögmundur Viðar Rúnarsson (1977) í Fjölni
Jóhann Möller hættur
Þórhallur Hinriksson verður frá vegna meiðsla
Ólafur Þór Gunnarsson verður frá vegna meiðsla
 

Leikmenn Vals

nr. Nafn Staða
1. Kjartan Sturluson Markvörður
2. Grétar Sigf. Sigurðsson Varnarmaður
3. Steinþór Gíslason Varnarmaður
4. Stefán Helgi Jónsson Miðjumaður
5. Atli Sveinn Þórarinsson Varnarmaður
6. Sigþór Júlíusson Miðjumaður
7. Sigurbjörn Hreiðarsson Miðjumaður
8. Kristinn Ingi Lárusson Miðjumaður
9. Garðar Gunnlaugsson Sóknarmaður
10. Hálfdán Gíslason Sóknarmaður
11. Matthías Guðmundsson Miðjumaður
12. Kristinn Geir Guðmundss Markvörður
13. Baldur Þórólfsson ,
14. Einar Óli Þorvarðarson Sóknarmaður
15. Tómas Páll Þorvaldsson ,
16. Baldur Ingimar Aðalsteins Miðjumaður
17. Sigurður Sæberg Þorstein Miðjumaður
18. Árni Ingi Pjetursson Framherji
19. Rafn Markús Vilbergsson Varnarmaður
20. Birkir Már Sævarsson Sóknarmaður
21. Bjarni Ólafur Eiríksson Varnarmaður
22. Jóhann Hreiðarsson Miðjumaður
23. Guðmundur Benediktsson Sóknarmaður
24. Baldvin Jón Hallgrímsson Varnarmaður
25. Jóhannes Gíslason Miðjumaður
26. Benedikt Bóas Hinriksson Varnarmaður
27. Þórður Steinar Hreiðarss Varnarmaður
 

Leikir Vals

Dags: Tími Leikur
16. maí 17:00 Valur - Grindavík
23. maí 19:15 Valur - ÍA
26. maí 19:15 Fylkir - Valur
31. maí 19:15 Valur - Fram
12. júní 19:15 Keflavík - Valur
15. júní 19:15 Valur - FH
23. júní 19:15 ÍBV - Valur
27. júní 19:15 Valur - KR
30. júní 19:15 Þróttur - Valur
12. júlí 19:15 Grindavík - Valur
17. júlí 19:15 ÍA - Valur
26. júlí 19:15 Valur - Fylkir
8. ágúst 18:00 Fram - Valur
14. ágúst 18:00 Valur - Keflavík
21. ágúst 18:00 FH - Valur
29. ágúst 18:00 Valur - ÍBV
11. sept 14:00 KR - Valur
17. sept 14:00 Valur - Þróttur

Athugasemdir
banner
banner
banner