Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 07. maí 2005 07:54
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 8. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá Fram 8. sæti í efstu deild karla 2005.  Ellefu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  Fram fékk 36 stig út úr þessu

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Aðalsteinn Víglundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Bjarni Jóhannsson,  Guðmundur Hreiðarsson, Hörður Magnússon, Logi Ólafsson, Njáll Eiðsson, Pétur Pétursson, Samúel Örn Erlingsson, Sigurður Jónsson og Víðir Sigurðsson.



Hvað segir Sigurður?
Sigurður Jónsson þjálfari Víkinga er sérstakur álitsgjafi okkar um efstu deild karla. Sigurður hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og hefur gríðarmikla þekkingu á íslenska boltanum.

Um liðið 
So taler man dansk.  Ég hef trú á því að Fram nái að springa út á réttum tíma. Ég hef séð merki um það þó þeir hafi kannski ekki verið að ná úrslitum að undanförnu þá held ég að þeir eigi eftir að koma á óvart.

En það er áfall fyrir þá núna að Eggert sem var búinn að spila mjög vel í hjarta varnarinnar er frá vegna meiðsla en það er mjög líklegt að hann verði orðinn klár í fyrsta leik. Hann var aðal maðurinn þegar Fram var að taka einhver lið þarna og þetta veldur svolítið á honum því hann er mikilvægur fyrir þá. Hann þarf að komast í gírinn og þarf að loka vörninni.

Styrkleikar:
Hann virðist vera sprækur þessi nýji Dani (Hans) hjá þeim, þó hann hafi ekki átt neinn stórleik á móti okkur þá sá maður merki um það að hann ætti eftir að eiga fínt tímabil. Svo veltur þetta soldið á því í hvernig standi Rikki Daða verður. Þessir helstu póstar sem þeir hafa núna eru náttúrulega Eggert og þessir Danir og Ríkharður. Svo eru menn eins og Andri Fannar sem getur gert hluti en hann þarf bara að finna stöðugleikann í leiknum. Hann hefur alla hæfileika til að splúndra vörnum í hvaða liði sem er.

Veikleikar
Varnarlega finnst mér þeir ekki hafa nægilega breidd af góðum leikmönnum. Þeir mega ekki við miklum skakkaföllum eins og núna þegar Eggert er farinn þá geta þeir lent í vandræðum. Þeir eru kannski ekki alveg tilbúnir þessir ungu strákar sem eru næstir á eftir, þeir eiga kannski 1-2 ár í það að verða Úrvalsdeildarleikmenn. Þessvegna er mikilvægt að Þórhallur Dan komist í toppstand, mér finnst hann ekki alveg vera í því núna. En hann á auðvitað að geta verið þessi leiðtogi sem skiptir miklu máli fyrir þá.

Lykilmaður að mati Sigurðar 
Gunnar Sigurðsson er náttúrulega góður markmaður eins og hann sýndi í fyrra, hann er einn af betri markmönnunum í deildinni. Það er náttúrulega Eggert í vörninni og Ríkharður í sókninni og þessir tveir Danir.

Leikmaður sem að gaman verður að fylgjast með að mati Sigurðar
Það verður gaman að fylgjast með hinum unga Heiðari Geir Júlíussyni sem er skemmtilegur leikmaður. Fylginn sér og eins með hvernig frændi minn (Ríkharður Daðaspn) kemur til með að vegna, hvort að lappirnar á honum haldi. Hann hefur verið í basli í vetur og hefur ekki æft mikið með liðinu. Hann var að spila fyrsta leikinn sinn bara með okkur núna um daginn. Það er spurningamerki hvort að þessi undirbúningur hjá honum sé nægur til að þola þetta stífa prógramm í fyrstu leikjunum. En hann og Andri Fannar geta auðvitað verið baneitraðir og eru gott sóknarpar. Þeir bæta hvorn annan upp mjög vel. Andri Fannar eru duglegur að hlaupa á boltana og Rikki Daða er seigur í að finna menn með hausnum og koma stungusendingum í gegn.



Þjálfarinn:
Þjálfari Fram er Ólafur H. Kristjánsson.  Ólafur tók við liðinu á miðju tímabili í fyrra og náði að bjarga þvi frá falli á ótrúlegan hátt þrátt fyrir stórt tap í lokaleiknum.  Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá AGF í Danmörku þar sem hann var um árabil.   Ólafur gerði það gott sem leikmaður á einnig en á ferli sínum lék hann með FH og KR hér heima, auk AGF í Danmörku.  Hann lék með íslenska landsliðinu á þeim tíma.

Viðtal okkar við Ólaf

Völlurinn:
Framarar leika heimaleiki sína á þjóðarlekvangnum í Laugardal og er annað tveggja félaga á Íslandi sem það gerir þetta sumarið.   Tvær stúkur eru sitthvoru megin við völlinn og taka þær saman um 7 þúsund áhorfendur.  Að auki við það komast um 12 þúsund áhorfendur í stæði. Án efa glæsilegasti völlur landsins.

Klúbburinn:
Stuðningmannaklúbburinn Heitir Framherjar. Kostar frá 1000 kr á mánuði, Bronskort (1000) gildir fyrir einn, silfurkort (1500) gildir fyrir 2 á völlinn, gullkort(2000) gildir fyrir 3 á völlinn. Þú færð heimaleikjamiða, kaffi og með því í hálfleik einnig er fundur með þjálfara 30 mín fyrir leik.

Lukkudýr:
Nei

Aðgangseyrir:
1200

Leikskrá:
Gefin er út A5 leikskrá fyrir hvern heimaleik

Vefsíðumál:
Nýtt og ferskt útlit er komið á vefsíðu Framara sem er líklega ein besta vefsíða félags í deildinni og þá aðallega vegna þess hversu vel hún er uppfærð og yfirleitt má nálgast nýjustu fréttirnar af Fram fyrst þar sem er til eftirbreytni.  Þá er líka kostur að spjallborðið hefur verið opnað á ný en það er stundum mjög líflegt.

Stuðningsmenn:
 Meðal þekktra stuðningsmanna Framara eru: Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Einar Kárason rithöfundur, Hreimur Örn Heimisson poppari, Alfreð Þorsteinsson, Jón Steinar Guðlaugsson lögmaður, Jón Sigurðsson úr Idol, Stefán Pálsson formaður herstöðvarandstæðinga, Ómar Ragnarsson, Helgi Björnsson rokkari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Steingrímur Ólafsson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Þorsteinn Joð, Snorri Már Skúlason, Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður.

Spáin

nr. Lið Stig
1 ?? ?
2 ?? ?
3 ?? ?
4 ?? ?
5 ?? ?
6 ?? ?
7 ?? ?
8 Fram 36
9 ÍBV 33
10 Grindavík 16

Um félagið

Knattspyrnufélagið Fram
Stofnað 1908

Titlar:
Íslandsmeistarar: 1913, 1914, 1915, 1916, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1939, 1946, 1947, 1962, 1972, 1986, 1988, 1990
Bikarmeistarar: 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989


Búningar:
Errea

Aðalbúningur:

Blá treyja, hvítar buxur, bláir sokkar

Varabúningur:
Hvít treyja, Hvítar buxur, Hvítir sokkar

Opinber vefsíða:
Fram.is


Komnir og farnir

Nýjir frá síðasta sumri:
Þórhallur Dan Jóhannesson (1972) frá Fylki
Víðir Leifsson (1983) frá FH
Hans Ragnar Pjetursson (1986) frá KR
Ívar Björnsson (1985) frá Fjölni
Þorbjörn Atli Sveinsson (1977) frá Fylki
Ingólfur Þórarinsson (1986) frá Selfoss
Ross McLynn (1980) úr Bandaríkjunum
Kristófer Skúli Sigurgeirsson (1972) frá Breiðablik
Hans Mathiesen (1982) frá Danmörku
Kim Nörholt (1973) frá Danmörku
Farnir frá síðasta sumri:
Jón Gunnar Gunnarsson (1975) í Þrótt
Martin Beck Andersen (1984) til Danmerkur
Fróði Benjamínsen (1977) til B68 í færeyjum
Hans Fróði Hansen (1975) til Breiðabliks
Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson (1974) hættur
Bjarni Hólm Aðalsteinsson (1984) í ÍBV
Baldur Bjarnason (1969) hættur vegna meiðsla
Kristján Brooks (1971) hættur
Ragnar Árnarson (1976) í Stjörnuna
Komnir til baka úr láni:
Heiðar Ingi Ólafsson (1984) frá Völsungi
 

Leikmenn Fram

nr. Nafn Staða
1. Gunnar Sigurðsson Markvörður
2. Ross James McLynn Varnarmaður
3. Ingvar Þór Ólason Miðjumaður
4. Viðar Guðjónsson Miðjumaður
5. Eggert Stefánsson Varnarmaður
6. Þorbjörn Atli Sveinsson Sóknarmaður
7. Daði Guðmundsson Miðjumaður
8. Gunnar Þór Gunnarsson Varnarmaður
9. Kristófer Sigurgeirsson Varnarmaður
10. Andri Steinn Birgisson Miðjumaður
11. Ríkharður Daðason Sóknarmaður
14. Andrés Jónsson Varnarmaður
15 Hans Mathiesen Miðjumaður
16. Heiðar Geir Júlíusson Sóknarmaður
17. Víðir Leifsson Miðjumaður
18. Ómar Hákonarson Miðjumaður
19. Ingólfur Þórarinsson Miðjumaður
20 Kim Nörholt Miðjumaður
21. Andri Fannar Ottósson Sóknarmaður
22. Ívar Björnsson Varnarmaður
23. Þórhallur Dan Jóhannes. Varnarmaður
25. Heiðar Ingi Ólafsson Varnarmaður
26. Jón Orri Ólafsson Miðjumaður
27. Kristján Hauksson Varnarmaður
 

Leikir Fram

Dags: Tími Leikur
16. maí 17:00 Fram - ÍBV
22. maí 19:15 KR - Fram
27. maí 20:00 Fram - Þróttur
31. maí 19:15 Valur - Fram
11. júní 14:00 Fram - ÍA
16. júní 19:15 Fylkir - Fram
23. júní 19:15 Fram - Grindavík
26. júní 19:15 Fram - Keflavík
30. júní 19:15 FH - Fram
10. júlí 19:15 ÍBV - Fram
18. júlí 19:15 Fram - KR
25. júlí 19:15 Þróttur - Fram
8. ágúst 19:15 Fram - Valur
14. ágúst 18:00 ÍA - Fram
22. ágúst 19:15 Fram - Fylkir
28. ágúst 18:00 Grindavík - Fram
11. sept 14:00 Keflavík - Fram
17. sept 14:00 Fram - FH

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner