Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   fös 25. maí 2018 21:18
Orri Rafn Sigurðarson
Pape: Fólk sem er náið mér ráðlagði mér að skipta ekki
Pape i leiknum gegn Haukum í kvöld.
Pape i leiknum gegn Haukum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er mjög sáttur með frammistöðu liðsins og hjá mér sjálfum það er alltaf ánægjulegt að taka þrjú stig," sagði Pape Mamadou Faye leikmaður Víkings Ólafsvíkur eftir sigurinn gegn Haukum í kvöld

Lestu um leikinn: Haukar 0 -  1 Víkingur Ó.

Það kom mörgum á óvart að sjá Pape í byrjunarliði Víkinga í dag og fáir sem höfðu hugmynd um hvað hann hefur verið að gera síðastliðna mánuði.

„Ég er búinn að vera heima hjá í Senegal og var þar í hálft ár. Ég á fullt af ættingjum þar og gömlum vinum og var duglegur að æfa þarna."

Það héldu allir að Pape væri á leiðinni í Kórdrengina á lokadegi félagskiptagluggans

„Ég fékk boð frá þeim og hugsaði þetta aðeins og tók þá ákvörðun að fara til þeirra en síðan var fólk sem er náið mér og þykir vænt um mig sem ráðlögðu mér að gera það ekki þetta væri ekki réttu skrefinn og væri skref niður á við."

Pape leit vel út í kvöld en hann segist hafa tekið sig aðeins í gegn út í Senegal

„Ég var ekkert að gera vitleysu í Senegal, eftir áramót tók ég mig á og sagði við sjálfan mig að ég ætlaði að vera duglegur að æfa og það gæti hvaða tilboð sem er komið og það er ástæðan fyrir því að ég gat spilað 90 mínútur í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner